Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 11:48 Vladímír Osetsjkin í viðtali við AP-fréttastofuna árið 2022. Hann flúði Rússland þegar stjórnvöld þar byrjuðu að þjarma að honum fyrir að afhjúpa illa meðferð á föngum í fangelsum landsins. AP/Francois Mori Fjórir menn voru handteknir í Frakklandi, grunaðir um að leggja á ráðin um að ráðast á rússneskan aðgerðasinna í útlegð. Frönsk yfirvöld hafa ekki greint frá þjóðerni mannanna eða hvort þeir séu taldir útsendrar erlendrar leyniþjónustu. Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins. Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins.
Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39