Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 15:22 Tom Homan ber titilinn „landamærakeisari“ Trumps og heldur utan um málefni landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó og aðgerðir gegn fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Hann stýrði innflytjenda og tollastofnun Bandaríkjanna (ICE) á fyrra kjörtímabili Trumps. EPA/JIM LO SCALZO Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Donalds Trump þvertók fyrir það í gærkvöldi að hafa tekið á móti poka fullum af peningum af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Tæpur mánuður er síðan fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að upptaka væri til af Homan taka við fimmtíu þúsund dölum af lögreglumönnum í dulargervi í fyrra. Það var Homan sagður hafa gert þegar hann gaf til kynna að hann gæti aðstoðað lögreglumennina við að verða sér út um arðbæra samninga við bandaríska ríkið. Þegar þetta gerðist var Homan á leið aftur í ríkisstjórn Trumps og hafði hann heitið því að fara í umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í umfangsmiklar brottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samkvæmt frétt NBC News frá því í síðasta mánuði voru starfsmenn FBI að rannsaka annan mann í Texas þegar sá sagðist vita til þess að Homan væri að taka við peningum í skiptum fyrir vilyrði um opinbera samninga í framtíðinni, ef Trump myndi vinna forsetakosningarnar í nóvember í fyrra. Útsendarar FBI fóru í kjölfarið á fund með Homan í september í fyrra og eru sagðir hafa tekið hann upp taka á móti fimmtíu þúsund dölum í poka. Það samsvarar um sex milljónum króna, miðað við núverandi gengi. Stjórnendur dómsmálaráðuneytisins og FBI gerðu út af við rannsókn á Homan eftir að Trump tók við embætti. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, sagði í yfirlýsingu að greining á rannsókninni gegn Homan hefði leitt í ljós að hann hefði ekkert brotið af sér. Trump-liðar og Homan hafa í kjölfarið haldið því fram að rannsóknin hafi átt sér pólitískar rætur. Fleiri fjölmiðlar ytra hafa sagt frá tilvist myndbandsins af Homan taka við peningunum en myndbandið sjálft hefur ekki litið dagsins ljós. Þá hefur aldrei orðið ljóst hvort Homan hafi skilað peningum, ef hann tók við þeim. Í frétt New York Times segir að peningarnir hafi verið í poka frá veitingakeðjunni Cave þegar Homan tók við þeim. Neitaði mánuði síðar Homan sjálfur hefur að mestu varist allra fregna frá því málið kom upp og eingöngu haldið því fram að hann hafi engin lög brotið. Það var svo í gær sem hann sagði í fyrsta sinn að hann hefði ekki tekið á móti umræddum peningum. „Ég tók ekki við fimmtíu þúsund dölum frá nokkrum,“ sagði hann á íbúafundi NewsNation í Chicago sem haldinn var í gær. Homan hélt því fram að fjölmiðlar væru ítrekað að skrifa níðgreinar um hann. Enginn talaði þó um að hann hefði tekið á sig mikla launalækkun við að koma aftur til opinberra starfa, eins og sjá má í upphafi myndbandsins hér að neðan. Hafa ítrekað neitað að svara spurningum Þetta er í kjölfar þess að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var ítrekað spurð á þingnefndarfundi í síðustu viku út í málið. Hún var meðal annars spurð hvort Homan hefði tekið á móti peningunum, hvort hann hefði skilað þeim, hvort hann hefði gert grein fyrir þeim á skattaskýrslu og ýmsu öðru. Öllum spurningum um málið neitaði hún að svara Svipaða sögu er að segja af talsmönnum Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, Hvíta hússins og öðrum sem hafa verið spurðir. Hér að neðan má sjá öldungadeildarþingmanninn Sheldon Whitehouse spyrja Pam Bondi út í málið á fundi í síðustu viku. Þar vék hún sér undan því að svara öllum spurningunum með beinum hætti. JD Vance, varaforseti, var einnig spurður út í það hvort Homan hefði haldið peningunum í viðtali á sunnudaginn. Vance svaraði spurningunni ekki heldur sagði eingöngu að Homan „hefði ekki þegið mútur“. Þá sagði hann umræðuna um málið vera tilraunir til að koma óorði á Homan. George Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa skilið svar varaforsetans almennilega og spurði hvort hann vildi meina að Homan hefði ekki tekið við peningunum. „Hann þáði ekki mútur,“ sagði Vance. „Tók hann á móti fimmtíu þúsund dölum? Ég er viss um að í gegnum ævi hans hefur Tom Homan fengið meira en fimmtíu þúsund dali fyrir þjónustu sína. Spurningin er, gerði hann eitthvað ólöglegt? Það eru algerlega engar vísbendingar um að Homan hafi þegið mútur.“ Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa spurt að því og hófust smá deilur þeirra á milli þar sem Vance sagði meðal annars að ástæðan fyrir því að færri horfðu á þátt Stephanopoulos væri að hann hefði varið heilum fimm mínútum í samtali við varaforseta Bandaríkjanna að spyrja um þetta mál. Fréttamaðurinn sagðist ekki hafa verið að gefa neitt í skyn eða draga upp einhverja samsæriskenningu. Hann hefði hreinlega spurt hvort Tom Homan hefði tekið á móti fimmtíu þúsund dölum, eins og ku vera til á upptöku, og að Vance hafi ekki viljað svara spurningunni. Því næst þakkaði hann varaforsetanum fyrir og sleit útsendingunni, á meðan Vance reyndi að svara. STEPHANOPOULOS: I didn't insinuate anything. I asked you whether Tom Homan accepted $50k as was heard on an audio tape recorded by the FBI in September 2024. You did not answer the question. Thank you for your time.VANCE: No, George, I sai--STEPHANOPOULOS: We'll be right back pic.twitter.com/bj9qxaFIzk— Aaron Rupar (@atrupar) October 12, 2025 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. 15. febrúar 2025 08:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Það var Homan sagður hafa gert þegar hann gaf til kynna að hann gæti aðstoðað lögreglumennina við að verða sér út um arðbæra samninga við bandaríska ríkið. Þegar þetta gerðist var Homan á leið aftur í ríkisstjórn Trumps og hafði hann heitið því að fara í umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í umfangsmiklar brottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samkvæmt frétt NBC News frá því í síðasta mánuði voru starfsmenn FBI að rannsaka annan mann í Texas þegar sá sagðist vita til þess að Homan væri að taka við peningum í skiptum fyrir vilyrði um opinbera samninga í framtíðinni, ef Trump myndi vinna forsetakosningarnar í nóvember í fyrra. Útsendarar FBI fóru í kjölfarið á fund með Homan í september í fyrra og eru sagðir hafa tekið hann upp taka á móti fimmtíu þúsund dölum í poka. Það samsvarar um sex milljónum króna, miðað við núverandi gengi. Stjórnendur dómsmálaráðuneytisins og FBI gerðu út af við rannsókn á Homan eftir að Trump tók við embætti. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, sagði í yfirlýsingu að greining á rannsókninni gegn Homan hefði leitt í ljós að hann hefði ekkert brotið af sér. Trump-liðar og Homan hafa í kjölfarið haldið því fram að rannsóknin hafi átt sér pólitískar rætur. Fleiri fjölmiðlar ytra hafa sagt frá tilvist myndbandsins af Homan taka við peningunum en myndbandið sjálft hefur ekki litið dagsins ljós. Þá hefur aldrei orðið ljóst hvort Homan hafi skilað peningum, ef hann tók við þeim. Í frétt New York Times segir að peningarnir hafi verið í poka frá veitingakeðjunni Cave þegar Homan tók við þeim. Neitaði mánuði síðar Homan sjálfur hefur að mestu varist allra fregna frá því málið kom upp og eingöngu haldið því fram að hann hafi engin lög brotið. Það var svo í gær sem hann sagði í fyrsta sinn að hann hefði ekki tekið á móti umræddum peningum. „Ég tók ekki við fimmtíu þúsund dölum frá nokkrum,“ sagði hann á íbúafundi NewsNation í Chicago sem haldinn var í gær. Homan hélt því fram að fjölmiðlar væru ítrekað að skrifa níðgreinar um hann. Enginn talaði þó um að hann hefði tekið á sig mikla launalækkun við að koma aftur til opinberra starfa, eins og sjá má í upphafi myndbandsins hér að neðan. Hafa ítrekað neitað að svara spurningum Þetta er í kjölfar þess að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var ítrekað spurð á þingnefndarfundi í síðustu viku út í málið. Hún var meðal annars spurð hvort Homan hefði tekið á móti peningunum, hvort hann hefði skilað þeim, hvort hann hefði gert grein fyrir þeim á skattaskýrslu og ýmsu öðru. Öllum spurningum um málið neitaði hún að svara Svipaða sögu er að segja af talsmönnum Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, Hvíta hússins og öðrum sem hafa verið spurðir. Hér að neðan má sjá öldungadeildarþingmanninn Sheldon Whitehouse spyrja Pam Bondi út í málið á fundi í síðustu viku. Þar vék hún sér undan því að svara öllum spurningunum með beinum hætti. JD Vance, varaforseti, var einnig spurður út í það hvort Homan hefði haldið peningunum í viðtali á sunnudaginn. Vance svaraði spurningunni ekki heldur sagði eingöngu að Homan „hefði ekki þegið mútur“. Þá sagði hann umræðuna um málið vera tilraunir til að koma óorði á Homan. George Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa skilið svar varaforsetans almennilega og spurði hvort hann vildi meina að Homan hefði ekki tekið við peningunum. „Hann þáði ekki mútur,“ sagði Vance. „Tók hann á móti fimmtíu þúsund dölum? Ég er viss um að í gegnum ævi hans hefur Tom Homan fengið meira en fimmtíu þúsund dali fyrir þjónustu sína. Spurningin er, gerði hann eitthvað ólöglegt? Það eru algerlega engar vísbendingar um að Homan hafi þegið mútur.“ Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa spurt að því og hófust smá deilur þeirra á milli þar sem Vance sagði meðal annars að ástæðan fyrir því að færri horfðu á þátt Stephanopoulos væri að hann hefði varið heilum fimm mínútum í samtali við varaforseta Bandaríkjanna að spyrja um þetta mál. Fréttamaðurinn sagðist ekki hafa verið að gefa neitt í skyn eða draga upp einhverja samsæriskenningu. Hann hefði hreinlega spurt hvort Tom Homan hefði tekið á móti fimmtíu þúsund dölum, eins og ku vera til á upptöku, og að Vance hafi ekki viljað svara spurningunni. Því næst þakkaði hann varaforsetanum fyrir og sleit útsendingunni, á meðan Vance reyndi að svara. STEPHANOPOULOS: I didn't insinuate anything. I asked you whether Tom Homan accepted $50k as was heard on an audio tape recorded by the FBI in September 2024. You did not answer the question. Thank you for your time.VANCE: No, George, I sai--STEPHANOPOULOS: We'll be right back pic.twitter.com/bj9qxaFIzk— Aaron Rupar (@atrupar) October 12, 2025
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. 15. febrúar 2025 08:32 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. 15. febrúar 2025 08:32