Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir að fjár­hags­leg á­hrif muni nema innan við milljarði króna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íslandsbanki sendi tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun, vegna dóms Hæstaréttar í gær.
Íslandsbanki sendi tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun, vegna dóms Hæstaréttar í gær. Vísir/Vilhelm

Frummat Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í „vaxtamálinu“ svokallaða verði innan við milljarður króna, fyrir skatta.

Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.

„Vísað er til tilkynningar Íslandsbanka dags. 14. október 2025 þar sem fjallað var um niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 55/2024 um ágreining um breytilega vexti á óverðtryggðu fasteignaláni. Samkvæmt frummati bankans á fjárhagslegum áhrifum framangreinds dóms Hæstaréttar er gert ráð fyrir að þau séu innan við 1 milljarður króna, fyrir skatta,“ segir í tilkynningunni.

Greint var frá því í gær að allir sjö dómarar Hæstaréttar hefðu verið sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hefðu verið ólögmætir. Bankinn hefði mátt miða vexti við stýrivexti Seðlabankans en ekki við vísitölu neysluverðs, þar sem hún væri óvissu háð og uppfyllti ekki áskilnað laga um gagnsæi.

Aðrir þættir voru ekki heldur taldir uppfylla lagaskilyrði, enda vísuðu þeir til þátta sem neytandinn gæti ekki sannreynt og veittu bankanum opna og ófyrirsjáanlega heimild til vaxtabreytinga.

Íslandsbanki var hins vegar sýknaður af fjárkröfum lánþeganna sem höfðuðu málið, þar sem vextir á láni þeirra höfðu lækkað minna en stýrivextir.

Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ó­lög­mæta skil­mála - Vísir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×