Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2025 06:56 Trump ásælist verðlaunin mjög og segir það myndu verða hneyksli ef hann fær þau ekki og móðgun við Bandaríkin. Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom. Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom.
Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira