Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2025 16:40 Eitt atvikið kom upp á skólalóð Hraunvallaskóla þar sem unglingar urðu fyrir barðinu á ákærðu. vísir/Egill Tveir karlmenn um og yfir tvítugt auk fimm ungmenna hafa verið ákærð fyrir að hafa í hótunum við og ræna ungmenni í Hafnarfirði. Karlmennirnir eru einnig ákærðir fyrir skemmdarverk, líkamsárásir og margt fleira. Ákæran er í tíu liðum og eru karlmennirnir tveir, 22 ára og 20 ára, greinilega orðnir góðkunningjar lögreglunnar. Umkringdu ungling í strætó Það var þó enginn vinabragur á því þegar þeir ásamt tveimur undir lögaldri umkringdu unglingsdreng í strætisvagni númer 1 í Hafnarfirði þar sem hann sat í sæti sínu aftarlega í vagninum í ágúst 2024. Mennirnir veittust að unglingi í strætó númer 1 í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Samkvæmt ákærunni hótuðu þeir að hleypa honum ekki út nema hann legði pening inn á þá. Hann fékk fyrst að yfirgefa vagninn þegar hann var búinn að sýna staðfestingu á millifærslu upp á ellefu þúsund krónur. Hópuðust að unglingum við Hraunvallaskóla Daginn eftir er þeim ásamt fimm ungmennum gefið að sök rán og brot á barnaverndarlögum með því að hafa saman hópast að þremur unglingum við Hraunvallaskóla. Beittu þeir ofbeldi og hótunum og reif annar karlmannanna farsímann af einum þeirra, opnaði með andlitsgreiningu og fór í bankaapp. Millifærðu þeir í óleyfi fjörutíu þúsund krónur af unglingnum. Nemendur í Hraunvallaskóla virðast hafa orðið fyrir barðinu á mönnunum.Vísir/Egill Þegar því var lokið tók fyrrnefndur forsprakki mynd af unglingum á síma sinn og hótaði þeim líkamsmeiðingum ef þeir kjöftuðu frá. Er verknaðinum lýst sem ógnandi og vanvirðandi háttsemi, yfirgangi og ruddalegu athæfi. Þræddu hraðbanka Hafnarfjarðar Viku síðar var einn hinna yngri í félagi við karlmennina tvo. Voru þeir við Víðistaðatún í Hafnarfirði og ógnuðu unglingi með skóflu að vopni líkamsmeiðingum. Tóku þeir farsíma hans, opnuðu með andlitsgreiningu og millifærðu í óleyfi 62 þúsund krónur inn á vin unglingsins. Mennirnir fóru meðal annars í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu en tókst ekki að taka út peninga.Vísir/KristínÓ Neyddu þeir svo vininn með sér í hraðbanka Íslandsbanka við Strandgötu, Landsbankans við Fjarðargötu og loks í verslun Iceland við Staðarberg í þeim tilgangi að taka út peningana. Þeim tókst þó ekki að taka út peningana. Líkamsárás við Fjölbraut í Breiðholti Yngri karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir eldra brot fyrir að hafa í ágúst 2023 veist að einstaklingi undir lögaldri við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Er honum gefið að sök að hafa rifið í hann, slegið ítrekað með krepptum hnefa í líkama og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka í hársverði, mar á úlnlið og hendi og mar á brjóstkassa. Eignaspjöll undir Ráðhúsi Reykjavíkur Mennirnir tveir eru einnig ákærðir fyrir eignarspjöll með því að hafa slegið með hamri í loftljós og öryggismyndavél í kjallara undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Krefur Reykjavíkurborg þá um tæplega áttatíu þúsund krónur hvor í skaðabætur. Mennirnir unnu skemmdarverk í bílastæðakjallara Ráðhúss Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þá er sá eldri ákærður fyrir að stela snyrtivörum úr Hagkaup í Kringlunni að andvirði 39 þúsund krónur í janúar 2024, fyrir vörslu smárra skammta af alls konar fíkniefnum í febrúar 2024 og hafa í það skipti verið með stunguvopn á sér. Krefjast bóta Réttargæslumenn unglinganna þriggja sem urðu fyrir barðinu á mönnunum krefjast miskabóta upp á tvær milljónir í tilfelli þess sem hótað var í strætó og 1,5 milljón í tilfelli tveggja annarra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness og var þingfest þann 1. október. Allir ákærðu neita sök og er aðalmeðferð fyrirhuguð um miðjan nóvember. Eldri maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir margítrekaðan þjófnað árið 2022 þegar hann var 19 ára. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fyrir. Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Ákæran er í tíu liðum og eru karlmennirnir tveir, 22 ára og 20 ára, greinilega orðnir góðkunningjar lögreglunnar. Umkringdu ungling í strætó Það var þó enginn vinabragur á því þegar þeir ásamt tveimur undir lögaldri umkringdu unglingsdreng í strætisvagni númer 1 í Hafnarfirði þar sem hann sat í sæti sínu aftarlega í vagninum í ágúst 2024. Mennirnir veittust að unglingi í strætó númer 1 í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Samkvæmt ákærunni hótuðu þeir að hleypa honum ekki út nema hann legði pening inn á þá. Hann fékk fyrst að yfirgefa vagninn þegar hann var búinn að sýna staðfestingu á millifærslu upp á ellefu þúsund krónur. Hópuðust að unglingum við Hraunvallaskóla Daginn eftir er þeim ásamt fimm ungmennum gefið að sök rán og brot á barnaverndarlögum með því að hafa saman hópast að þremur unglingum við Hraunvallaskóla. Beittu þeir ofbeldi og hótunum og reif annar karlmannanna farsímann af einum þeirra, opnaði með andlitsgreiningu og fór í bankaapp. Millifærðu þeir í óleyfi fjörutíu þúsund krónur af unglingnum. Nemendur í Hraunvallaskóla virðast hafa orðið fyrir barðinu á mönnunum.Vísir/Egill Þegar því var lokið tók fyrrnefndur forsprakki mynd af unglingum á síma sinn og hótaði þeim líkamsmeiðingum ef þeir kjöftuðu frá. Er verknaðinum lýst sem ógnandi og vanvirðandi háttsemi, yfirgangi og ruddalegu athæfi. Þræddu hraðbanka Hafnarfjarðar Viku síðar var einn hinna yngri í félagi við karlmennina tvo. Voru þeir við Víðistaðatún í Hafnarfirði og ógnuðu unglingi með skóflu að vopni líkamsmeiðingum. Tóku þeir farsíma hans, opnuðu með andlitsgreiningu og millifærðu í óleyfi 62 þúsund krónur inn á vin unglingsins. Mennirnir fóru meðal annars í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu en tókst ekki að taka út peninga.Vísir/KristínÓ Neyddu þeir svo vininn með sér í hraðbanka Íslandsbanka við Strandgötu, Landsbankans við Fjarðargötu og loks í verslun Iceland við Staðarberg í þeim tilgangi að taka út peningana. Þeim tókst þó ekki að taka út peningana. Líkamsárás við Fjölbraut í Breiðholti Yngri karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir eldra brot fyrir að hafa í ágúst 2023 veist að einstaklingi undir lögaldri við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Er honum gefið að sök að hafa rifið í hann, slegið ítrekað með krepptum hnefa í líkama og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka í hársverði, mar á úlnlið og hendi og mar á brjóstkassa. Eignaspjöll undir Ráðhúsi Reykjavíkur Mennirnir tveir eru einnig ákærðir fyrir eignarspjöll með því að hafa slegið með hamri í loftljós og öryggismyndavél í kjallara undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Krefur Reykjavíkurborg þá um tæplega áttatíu þúsund krónur hvor í skaðabætur. Mennirnir unnu skemmdarverk í bílastæðakjallara Ráðhúss Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þá er sá eldri ákærður fyrir að stela snyrtivörum úr Hagkaup í Kringlunni að andvirði 39 þúsund krónur í janúar 2024, fyrir vörslu smárra skammta af alls konar fíkniefnum í febrúar 2024 og hafa í það skipti verið með stunguvopn á sér. Krefjast bóta Réttargæslumenn unglinganna þriggja sem urðu fyrir barðinu á mönnunum krefjast miskabóta upp á tvær milljónir í tilfelli þess sem hótað var í strætó og 1,5 milljón í tilfelli tveggja annarra. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness og var þingfest þann 1. október. Allir ákærðu neita sök og er aðalmeðferð fyrirhuguð um miðjan nóvember. Eldri maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir margítrekaðan þjófnað árið 2022 þegar hann var 19 ára. Hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fyrir.
Lögreglumál Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira