„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. október 2025 13:33 Elva Björk kallar eftir betra verklagi á leikskólum þegar brotið er á börnunum þar. Bylgjan og Vísir/Anton Brink Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Starfsmaðurinn er grunaður um að hafa brotið á allt að tíu börnum. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn í ágúst. „Eins og með málið okkar á Múlaborg þá fáum við að vita þetta í gegnum Vísi,“ segir Elva Björk sem ræddi þessi mál, og færslu sem hún skrifaði um málið fyrir helgi, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni fer hún yfir viðbrögð borgarinnar og tengir málið við það sem kom upp á leikskólanum Brákarborg fyrir helgi. Þar er starfsmaður einnig grunaður um að hafa brotið á barni. Fram hefur komið í fréttum að hann vann á öllum deildum leikskólans og að hann var handtekinn síðasta föstudag. Elva Björk frétti sjálf, eins og margir aðrir foreldrar, af málinu í gegnum fjölmiðla. Hún hafi verið í vinnunni og samstarfskona hennar hafi sýnt henni frétt um að brotið hafi verið á barni í leikskóla. „Ég held að allir foreldrar í Reykjavík hafi bara stoppað við að lesa fréttina. Allir sem eiga ung börn hafi bara stoppað því enginn vissi. Er þetta leikskólinn minn, er þetta barnið mitt og hvað er ég að fara að gera,“ segir hún og að það hafi verið mikið áfall að lesa þessa frétt. Brunaði af stað í leikskólann Korteri seinna hafi hún svo fengið upplýsingar um að málið hafi átt sér stað í leikskólanum Múlaborg sem barnið hennar er á. Hún segist hafa brunað strax af stað og upplifað súrrealíska „jarðarfararstemningu“ „Það var svo mikill kærleikur en það var svo mikil sorg. Starfsfólk vissi ekki neitt eða mátti ekki segja neitt, og aðrir vissu ekki annað. Sumt starfsfólk á líka börn á þessum leikskóla og það fékk heldur ekki upplýsingar um hvaða deild væri um að ræða. Þannig það eru einhvern veginn allir hlaupandi, grátandi. Líka með styrk og kærleika og að börnin upplifi ekki það sem er í gangi.“ Eftir þennan dag segir Elva að lítið hafi gerst nema að foreldrum hafi verið tjáð að lögregla færi með rannsókn málsins. Foreldrum og starfsfólki hafi ekki verið boðin áfallahjálp og í raun engin frekari aðstoð í boði. „Þau gátu ekki gripið okkur og við gátum ekki gripið börnin okkar,“ segir hún og að einu foreldrarnir sem hafi verið upplýstir hafi verið foreldrarnir sem áttu börn á deildinni sem starfsmaðurinn starfaði á. Elva Björk segir ekkert nýtt af nálinni að leikskólakerfið sé brotið. Álag sé mikið og börnin hafi fengið að finna fyrir því núna. „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar.“ Elva Björk segir enn mikla óvissu með það hvaða börnum maðurinn braut á. Hún hafi sjálf fengið óljós svör frá sínu barni og hafi þurft að hugsa heilt ár aftur í tímann um hegðun barnsins og hugsi óhjákvæmilega um það í kjölfarið hvort einhverja ákveðna hegðun megi rekja til þess að mögulega hafi verið brotið á því. Elva Björk segist einnig ósátt við þau svör sem foreldrar fengu frá lögreglunni um að það væri erfitt að ræða við börn á svo ungum aldri og að minni þeirra væri ekki gott. Það hafi enginn fagaðili rætt við þau í aðdraganda helgarinnar um hvernig væri gott að tala við barnið um ofbeldi. „Þetta var bara rússíbani. Traustið var brotið og nú erum við með ótrúlega marga unga karlmenn og eldri sem vinna á Múlaborg. Þeir eru yndislegir og ég upplifði í gegnum foreldra að traustið gagnvart þeim var farið. Fólk var bálreitt, það var grátandi,“ segir Elva Björk og að tilfinningaflóran hafi verið gífurleg hjá bæði foreldrum og starfsfólki. Þá hafi einnig verið erfitt fyrir starfsfólk að mega ekki ræða málið við foreldra vegna rannsóknarhagsmuna. Hvað viðbrögð borgaryfirvalda segir Elva Björk þau fáránleg og að viðtal við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í Kastljósi hafi bara sýnt fram á að hún hafi ekkert vitað um málið. Það hafi verið einblínt á að aðeins um brot gegn einu barni væri að ræða. Hennar upplifun sé að með sínum orðum hafi borgarstjóri ætlað að þagga málið niður. Hefði ekki verið fjallað um málið í fjölmiðlum telur hún líklegt að foreldrar hefðu ekki fengið að vita af málinu eða að það væri til dæmis grunur um að hann hefði brotið á fleiri börnum en bara þessu eina. Kallar eftir breyttu verklagi Elva Björk segir mikilvægt að verklagi verði breytt þannig að starfsfólk, foreldrar og börn séu gripin betur þegar eitthvað svona kemur upp. Þá kallar hún einnig eftir því að einhver taki ábyrgð. „Það á einhver fagaðili að koma strax og kenna okkur að tala við börnin okkar,“ segir hún og að sérstaklega slæmt hafi verið að fara inn í helgi með enga vitneskju eða fræðslu. Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Reykjavík Lögreglumál Bítið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Starfsmaðurinn er grunaður um að hafa brotið á allt að tíu börnum. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn í ágúst. „Eins og með málið okkar á Múlaborg þá fáum við að vita þetta í gegnum Vísi,“ segir Elva Björk sem ræddi þessi mál, og færslu sem hún skrifaði um málið fyrir helgi, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni fer hún yfir viðbrögð borgarinnar og tengir málið við það sem kom upp á leikskólanum Brákarborg fyrir helgi. Þar er starfsmaður einnig grunaður um að hafa brotið á barni. Fram hefur komið í fréttum að hann vann á öllum deildum leikskólans og að hann var handtekinn síðasta föstudag. Elva Björk frétti sjálf, eins og margir aðrir foreldrar, af málinu í gegnum fjölmiðla. Hún hafi verið í vinnunni og samstarfskona hennar hafi sýnt henni frétt um að brotið hafi verið á barni í leikskóla. „Ég held að allir foreldrar í Reykjavík hafi bara stoppað við að lesa fréttina. Allir sem eiga ung börn hafi bara stoppað því enginn vissi. Er þetta leikskólinn minn, er þetta barnið mitt og hvað er ég að fara að gera,“ segir hún og að það hafi verið mikið áfall að lesa þessa frétt. Brunaði af stað í leikskólann Korteri seinna hafi hún svo fengið upplýsingar um að málið hafi átt sér stað í leikskólanum Múlaborg sem barnið hennar er á. Hún segist hafa brunað strax af stað og upplifað súrrealíska „jarðarfararstemningu“ „Það var svo mikill kærleikur en það var svo mikil sorg. Starfsfólk vissi ekki neitt eða mátti ekki segja neitt, og aðrir vissu ekki annað. Sumt starfsfólk á líka börn á þessum leikskóla og það fékk heldur ekki upplýsingar um hvaða deild væri um að ræða. Þannig það eru einhvern veginn allir hlaupandi, grátandi. Líka með styrk og kærleika og að börnin upplifi ekki það sem er í gangi.“ Eftir þennan dag segir Elva að lítið hafi gerst nema að foreldrum hafi verið tjáð að lögregla færi með rannsókn málsins. Foreldrum og starfsfólki hafi ekki verið boðin áfallahjálp og í raun engin frekari aðstoð í boði. „Þau gátu ekki gripið okkur og við gátum ekki gripið börnin okkar,“ segir hún og að einu foreldrarnir sem hafi verið upplýstir hafi verið foreldrarnir sem áttu börn á deildinni sem starfsmaðurinn starfaði á. Elva Björk segir ekkert nýtt af nálinni að leikskólakerfið sé brotið. Álag sé mikið og börnin hafi fengið að finna fyrir því núna. „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar.“ Elva Björk segir enn mikla óvissu með það hvaða börnum maðurinn braut á. Hún hafi sjálf fengið óljós svör frá sínu barni og hafi þurft að hugsa heilt ár aftur í tímann um hegðun barnsins og hugsi óhjákvæmilega um það í kjölfarið hvort einhverja ákveðna hegðun megi rekja til þess að mögulega hafi verið brotið á því. Elva Björk segist einnig ósátt við þau svör sem foreldrar fengu frá lögreglunni um að það væri erfitt að ræða við börn á svo ungum aldri og að minni þeirra væri ekki gott. Það hafi enginn fagaðili rætt við þau í aðdraganda helgarinnar um hvernig væri gott að tala við barnið um ofbeldi. „Þetta var bara rússíbani. Traustið var brotið og nú erum við með ótrúlega marga unga karlmenn og eldri sem vinna á Múlaborg. Þeir eru yndislegir og ég upplifði í gegnum foreldra að traustið gagnvart þeim var farið. Fólk var bálreitt, það var grátandi,“ segir Elva Björk og að tilfinningaflóran hafi verið gífurleg hjá bæði foreldrum og starfsfólki. Þá hafi einnig verið erfitt fyrir starfsfólk að mega ekki ræða málið við foreldra vegna rannsóknarhagsmuna. Hvað viðbrögð borgaryfirvalda segir Elva Björk þau fáránleg og að viðtal við Heiðu Björgu Hilmisdóttur í Kastljósi hafi bara sýnt fram á að hún hafi ekkert vitað um málið. Það hafi verið einblínt á að aðeins um brot gegn einu barni væri að ræða. Hennar upplifun sé að með sínum orðum hafi borgarstjóri ætlað að þagga málið niður. Hefði ekki verið fjallað um málið í fjölmiðlum telur hún líklegt að foreldrar hefðu ekki fengið að vita af málinu eða að það væri til dæmis grunur um að hann hefði brotið á fleiri börnum en bara þessu eina. Kallar eftir breyttu verklagi Elva Björk segir mikilvægt að verklagi verði breytt þannig að starfsfólk, foreldrar og börn séu gripin betur þegar eitthvað svona kemur upp. Þá kallar hún einnig eftir því að einhver taki ábyrgð. „Það á einhver fagaðili að koma strax og kenna okkur að tala við börnin okkar,“ segir hún og að sérstaklega slæmt hafi verið að fara inn í helgi með enga vitneskju eða fræðslu.
Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Reykjavík Lögreglumál Bítið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira