Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar 3. október 2025 11:32 Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun