Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 06:45 Það er ekki oft sem Vance hefur látið til sín taka á blaðamannafundum í Hvíta húsinu en það gerði hann í gær, til að freista þess að kenna Demókrötum um lokunina. Getty/Alex Wong Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira