„Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar 1. október 2025 11:31 Ég var kosningarstjóri Flokks fólksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim kosningum var slagorð okkar „450.000 kr. skatta- og skerðingarlaust“, tilvísun í eitt af okkar helstu baráttumálum. Forgangsröðun okkar var skýr: Að lyfta þeim, sem minnst höfðu, upp úr fátækt. Í kjölfar alþingiskosninga fékk ég þann heiður að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum Valkyrjustjórnarinnar. Þann 21. desember 2024 birti ný ríkisstjórn stefnuyfirlýsingu sína þar sem við kortlögðum þær aðgerðir sem samið var um að framkvæma á yfirstandandi kjörtímabili. Ég hef mínar skoðanir á því hversu vel Flokkur fólksins kom út úr þessum samningaviðræðum, en þar sem ég er hlutdrægur vil ég fremur benda á viðbrögð þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, þegar hann tjáði sig fyrst um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á Bessastöðum þann 21. desember 2024: „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu.“ Nú hefur félags- og húsnæðismálaráðherra kynnt nýtt almannatryggingakerfi og mun einnig endurflytja frumvarp sitt um að örorku- og ellilífeyrir hækki árlega í samræmi við hækkun launavísitölu, en þó aldrei minna en sem nemur verðlagsbreytingum. Með samþykkt þessa frumvarps verður þeirri kjaragliðnun á milli launþega og þeirra sem fá greiðslur frá almannatryggingum útrýmt. Í ljósi þess er augljóst að öryrkjar og eldra fólk munu ná 450.000 kr. grunnframfærslu. Spurningin er aðeins hvenær, og svarið við þeirri spurningu er háð framtíðar launaþróun í landinu. „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir: „Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. með því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun.“ Fljótlega eftir að ég hóf störf í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður ráðherra fengum við kynningu á stöðu uppbyggingar hjúkrunarheimila. Biðlistinn á þeim tíma taldi tæplega 700 manns og fór hratt vaxandi miðað við metna viðbótarþörf hjúkrunarrýma næstu árin. Áætlanir fyrri ríkisstjórnar dugðu því engan veginn til að mæta vaxandi skorti á hjúkrunarrýmum. Nú hafa félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra tekið höndum saman um að setja uppbyggingu hjúkrunarheimila í forgang til að útrýma þessum biðlista. Það var skynsamlegt skref að færa sérfræðiþekkingu stjórnsýslunnar á sviði húsnæðismála og uppbyggingar hjúkrunarheimila undir sama ráðuneyti. Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hvernig þetta öfluga fólk í ráðuneytinu vinnur kraftaverk til að halda metnaðarfullum uppbyggingaráformum okkar á áætlun. Sem stendur er ég afar bjartsýnn á að okkur takist að vinna bug á þessum biðlista, enda hefur félags- og húsnæðismálaráðherra, á fyrstu níu mánuðum ársins, þegar sett af stað uppbyggingaráform um 350 ný hjúkrunarrými auk þess sem 214 rými eru að bætast við um þessar mundir. Samtals er því um ræða 566 ný rými. „Það getur ekki verið markmið ríkisstjórnarinnar að skilja eldri borgara eftir“ Þegar félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti nýtt almannatryggingakerfi í byrjun september kom fram gagnrýni frá formanni Landssambands eldri borgara, sem sagði ríkisstjórnina „skilja eldri borgara eftir“. Við höfum svarað þessu með því að benda á að kerfisbreyting á ellilífeyri fór fram árið 2017, en samstaða náðist ekki um breytingar á örorkulífeyri fyrr en nú. Tekjugreiningar sýna að kjör ellilífeyrisþega og öryrkja verða jafnari eftir þær breytingar sem fylgja nýja kerfinu. En í stað þess að deila um hvor hópurinn hafi það verra getum við hins vegar vonandi sameinast um þá staðreynd að báðir hópar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, þurfa hærri tekjur, sérstaklega hvað varðar grunnframfærslu. Þessi ríkisstjórn mun afnema kjaragliðnunina með því að tryggja að lífeyrisþegar fái hækkanir í samræmi við launavísitölu. Á næstu árum mun þessi breyting hafa mjög jákvæð áhrif á grunnframfærslu þeirra lífeyrisþega sem hafa lægstu tekjurnar. Af þeim eldri borgurum sem eru alfarið háðir almannatryggingakerfinu og búa við fátækt er stór hópur öryrkja sem aldrei fengu tækifæri til að ávinna sér lífeyrisréttindi. Til að koma til móts við þennan hóp ætlar ríkisstjórnin meðal annars að lögbinda að aldurstengd uppbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við þetta má bæta að frítekjumark ellilífeyris verður hækkað í áföngum samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram fyrir áramót. Samkvæmt því verður almennt frítekjumark ellilífeyrisþega nær tvöfaldað fyrir lok kjörtímabilsins. Óhætt er að fullyrða að þessi ríkisstjórn mun ekki skilja eldri borgara eftir. Þvert á móti er hún að taka stærri skref til að bæta stöðu aldraðra en sést hefur um langt skeið. Höfundur er aðstoðarmaður félags og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var kosningarstjóri Flokks fólksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim kosningum var slagorð okkar „450.000 kr. skatta- og skerðingarlaust“, tilvísun í eitt af okkar helstu baráttumálum. Forgangsröðun okkar var skýr: Að lyfta þeim, sem minnst höfðu, upp úr fátækt. Í kjölfar alþingiskosninga fékk ég þann heiður að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum Valkyrjustjórnarinnar. Þann 21. desember 2024 birti ný ríkisstjórn stefnuyfirlýsingu sína þar sem við kortlögðum þær aðgerðir sem samið var um að framkvæma á yfirstandandi kjörtímabili. Ég hef mínar skoðanir á því hversu vel Flokkur fólksins kom út úr þessum samningaviðræðum, en þar sem ég er hlutdrægur vil ég fremur benda á viðbrögð þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, þegar hann tjáði sig fyrst um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á Bessastöðum þann 21. desember 2024: „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu.“ Nú hefur félags- og húsnæðismálaráðherra kynnt nýtt almannatryggingakerfi og mun einnig endurflytja frumvarp sitt um að örorku- og ellilífeyrir hækki árlega í samræmi við hækkun launavísitölu, en þó aldrei minna en sem nemur verðlagsbreytingum. Með samþykkt þessa frumvarps verður þeirri kjaragliðnun á milli launþega og þeirra sem fá greiðslur frá almannatryggingum útrýmt. Í ljósi þess er augljóst að öryrkjar og eldra fólk munu ná 450.000 kr. grunnframfærslu. Spurningin er aðeins hvenær, og svarið við þeirri spurningu er háð framtíðar launaþróun í landinu. „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir: „Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. með því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun.“ Fljótlega eftir að ég hóf störf í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður ráðherra fengum við kynningu á stöðu uppbyggingar hjúkrunarheimila. Biðlistinn á þeim tíma taldi tæplega 700 manns og fór hratt vaxandi miðað við metna viðbótarþörf hjúkrunarrýma næstu árin. Áætlanir fyrri ríkisstjórnar dugðu því engan veginn til að mæta vaxandi skorti á hjúkrunarrýmum. Nú hafa félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra tekið höndum saman um að setja uppbyggingu hjúkrunarheimila í forgang til að útrýma þessum biðlista. Það var skynsamlegt skref að færa sérfræðiþekkingu stjórnsýslunnar á sviði húsnæðismála og uppbyggingar hjúkrunarheimila undir sama ráðuneyti. Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hvernig þetta öfluga fólk í ráðuneytinu vinnur kraftaverk til að halda metnaðarfullum uppbyggingaráformum okkar á áætlun. Sem stendur er ég afar bjartsýnn á að okkur takist að vinna bug á þessum biðlista, enda hefur félags- og húsnæðismálaráðherra, á fyrstu níu mánuðum ársins, þegar sett af stað uppbyggingaráform um 350 ný hjúkrunarrými auk þess sem 214 rými eru að bætast við um þessar mundir. Samtals er því um ræða 566 ný rými. „Það getur ekki verið markmið ríkisstjórnarinnar að skilja eldri borgara eftir“ Þegar félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti nýtt almannatryggingakerfi í byrjun september kom fram gagnrýni frá formanni Landssambands eldri borgara, sem sagði ríkisstjórnina „skilja eldri borgara eftir“. Við höfum svarað þessu með því að benda á að kerfisbreyting á ellilífeyri fór fram árið 2017, en samstaða náðist ekki um breytingar á örorkulífeyri fyrr en nú. Tekjugreiningar sýna að kjör ellilífeyrisþega og öryrkja verða jafnari eftir þær breytingar sem fylgja nýja kerfinu. En í stað þess að deila um hvor hópurinn hafi það verra getum við hins vegar vonandi sameinast um þá staðreynd að báðir hópar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, þurfa hærri tekjur, sérstaklega hvað varðar grunnframfærslu. Þessi ríkisstjórn mun afnema kjaragliðnunina með því að tryggja að lífeyrisþegar fái hækkanir í samræmi við launavísitölu. Á næstu árum mun þessi breyting hafa mjög jákvæð áhrif á grunnframfærslu þeirra lífeyrisþega sem hafa lægstu tekjurnar. Af þeim eldri borgurum sem eru alfarið háðir almannatryggingakerfinu og búa við fátækt er stór hópur öryrkja sem aldrei fengu tækifæri til að ávinna sér lífeyrisréttindi. Til að koma til móts við þennan hóp ætlar ríkisstjórnin meðal annars að lögbinda að aldurstengd uppbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við þetta má bæta að frítekjumark ellilífeyris verður hækkað í áföngum samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram fyrir áramót. Samkvæmt því verður almennt frítekjumark ellilífeyrisþega nær tvöfaldað fyrir lok kjörtímabilsins. Óhætt er að fullyrða að þessi ríkisstjórn mun ekki skilja eldri borgara eftir. Þvert á móti er hún að taka stærri skref til að bæta stöðu aldraðra en sést hefur um langt skeið. Höfundur er aðstoðarmaður félags og húsnæðismálaráðherra.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun