„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. september 2025 17:35 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Úrvals Útsýnar. Aðsend Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, um gjaldþrot flugfélagsins Play. „Það er nokkuð ljóst fyrir flugfélag eins og Play sem er búið að auglýsa fargjöld sem eru langt undir því sem kostar fyrir hverja flugleið. Allir sem kunna að reikna vita að það kostar ekki tólf þúsund krónur að fljúga til Marakesh eða aðrar langar flugleiðir.“ Hún segir fargjöldin sem Play hafi boðið upp á í marga mánuði með ólíkindum. Vill að ríkisstjórnin vakni Þórunn kallar eftir skýrara eftirliti með flugfélögum hér á landi. „Við erum með fullt af stofum og ráðuneytum. Svo eru það, ef við horfum á lífeyrissjóðina sem eru að fjárfesta í svona félögum, þeir hljóta að hafa krafist nákvæmari upplýsinga. Það er ekki bara allt í einu á mánudagsmorgni bara búmm, allir rosa hissa,“ segir hún. „Það hefði átt að vera nákvæmara eftirlit með félaginu. Það er ekki bara það að það hafi dregið úr sölu út af því að einhver sagði eitthvað, þetta er miklu lengri saga en þetta.“ Í tilkynningu Play til Kauphallar segja þau eina af ástæðunum fyrir gjaldþrotinu vera neikvæð fréttaumfjöllun. Þá sendi Play kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september vegna Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfsmanns Icelandiar, sem gagnrýndi Play í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir að hefði fyrirtæki hennar verið í sömu stöðu hefðu einstaklingar ekki haldið áfram að fjárfesta í fyrirtækinu hennar. „Það er ekkert þannig lagað sambærilegt eftirlit eða tryggingar við flugfélögin eins og við ferðaskrifstofur. Við berum ábyrgð á að koma þér til og frá og það eru miklu meiri skyldur á okkur heldur en á flugfélagi,“ segir Þórunn. „Ég segi við ríkisstjórnina núna, vakniði og skoðið landið okkar betur. Þetta er okkur til skammar aftur og aftur að vera ekki vakandi yfir svona hlutum.“ Gríðarlegt tjón en situr sjálf ekki í súpunni Þórunn segist finna til með samkeppnis- og samstarfsaðilum sínum sem áttu í viðskiptum við Play vera í miklum vandræðum. Hún segist ekki vita til þess að nokkur ferðaskrifstofa sé tryggð fyrir slíkum atburðum og sitji því uppi með gríðarlegt tjón. „Ferðaskrifstofur eru að bóka ferðir sex til átta mánuði fram í tímann. Þannig að þeir sem eru að fara í ferðir núna þeir kannski bjuggu til þessar ferðir fyrir sex til átta mánuðum.“ Hins vegar eru margir mánuðir síðan sú ákvörðun var tekin hjá Úrvali Útsýni að eiga ekki í viðskiptum við flugfélagið. „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play að við erum búin að vera með ítalskt flugfélag sem flýgur fyrir okkur sem er flugfélagið Neos. Það er svo langt síðan að við hættum að versla við þá út af við trúðum ekki á þetta,“ segir hún. „Við erum með mjög gott eftirlit og kunnum að lesa í tölurnar og höfðum ekki trú á þessu. Við vissum ekki hvort þetta væri spurning um daga eða vikur og fannst ótrúlegt hvað þetta væri búið að hanga lengi.“ Play Gjaldþrot Play Ferðalög Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
„Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, um gjaldþrot flugfélagsins Play. „Það er nokkuð ljóst fyrir flugfélag eins og Play sem er búið að auglýsa fargjöld sem eru langt undir því sem kostar fyrir hverja flugleið. Allir sem kunna að reikna vita að það kostar ekki tólf þúsund krónur að fljúga til Marakesh eða aðrar langar flugleiðir.“ Hún segir fargjöldin sem Play hafi boðið upp á í marga mánuði með ólíkindum. Vill að ríkisstjórnin vakni Þórunn kallar eftir skýrara eftirliti með flugfélögum hér á landi. „Við erum með fullt af stofum og ráðuneytum. Svo eru það, ef við horfum á lífeyrissjóðina sem eru að fjárfesta í svona félögum, þeir hljóta að hafa krafist nákvæmari upplýsinga. Það er ekki bara allt í einu á mánudagsmorgni bara búmm, allir rosa hissa,“ segir hún. „Það hefði átt að vera nákvæmara eftirlit með félaginu. Það er ekki bara það að það hafi dregið úr sölu út af því að einhver sagði eitthvað, þetta er miklu lengri saga en þetta.“ Í tilkynningu Play til Kauphallar segja þau eina af ástæðunum fyrir gjaldþrotinu vera neikvæð fréttaumfjöllun. Þá sendi Play kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september vegna Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna og starfsmanns Icelandiar, sem gagnrýndi Play í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir að hefði fyrirtæki hennar verið í sömu stöðu hefðu einstaklingar ekki haldið áfram að fjárfesta í fyrirtækinu hennar. „Það er ekkert þannig lagað sambærilegt eftirlit eða tryggingar við flugfélögin eins og við ferðaskrifstofur. Við berum ábyrgð á að koma þér til og frá og það eru miklu meiri skyldur á okkur heldur en á flugfélagi,“ segir Þórunn. „Ég segi við ríkisstjórnina núna, vakniði og skoðið landið okkar betur. Þetta er okkur til skammar aftur og aftur að vera ekki vakandi yfir svona hlutum.“ Gríðarlegt tjón en situr sjálf ekki í súpunni Þórunn segist finna til með samkeppnis- og samstarfsaðilum sínum sem áttu í viðskiptum við Play vera í miklum vandræðum. Hún segist ekki vita til þess að nokkur ferðaskrifstofa sé tryggð fyrir slíkum atburðum og sitji því uppi með gríðarlegt tjón. „Ferðaskrifstofur eru að bóka ferðir sex til átta mánuði fram í tímann. Þannig að þeir sem eru að fara í ferðir núna þeir kannski bjuggu til þessar ferðir fyrir sex til átta mánuðum.“ Hins vegar eru margir mánuðir síðan sú ákvörðun var tekin hjá Úrvali Útsýni að eiga ekki í viðskiptum við flugfélagið. „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play að við erum búin að vera með ítalskt flugfélag sem flýgur fyrir okkur sem er flugfélagið Neos. Það er svo langt síðan að við hættum að versla við þá út af við trúðum ekki á þetta,“ segir hún. „Við erum með mjög gott eftirlit og kunnum að lesa í tölurnar og höfðum ekki trú á þessu. Við vissum ekki hvort þetta væri spurning um daga eða vikur og fannst ótrúlegt hvað þetta væri búið að hanga lengi.“
Play Gjaldþrot Play Ferðalög Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira