Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 14:22 Neysla Íslendinga er mjög mikil um þessar mundir og ekki von á miklum lækkunum stýrivaxta næstu mánuðina. Vísir/Anton Brink Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá bankans. Eftir óbreytta stýrivexti í 9,25% frá vordögum 2023 fram í október í fyrra hóf Seðlabankinn vaxtalækkunarferli á lokafjórðungi síðasta árs í kjölfar hjaðnandi verðbólgu og minnkandi þenslumerkja í hagkerfinu. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,75 prósentur frá því lækkunarferlið hófst og standa nú í 7,5 prósentum%. Við vaxtaákvörðunina í ágúst hélt Seðlabankinn stýrivöxtum óbreyttum og gaf til kynna að frekari vaxtalækkunar væri aðeins að vænta ef verðbólga hjaðnaði frekar. Sérfræðingar Íslandsbanka telja ekki von á frekari lækkun í ár nema skýr merki komi um kólnandi hagkerfi. „Teljum við líklegt að vaxtalækkunarferlið hefjist á ný á vordögum 2026 og varfærin vaxtalækkunarskref verði stigin fram í ársbyrjun 2027. Hjaðni verðbólga ekki meira en við spáum og myndist ekki verulegur slaki í hagkerfinu eru þó takmörk fyrir því hversu mikið stýrivextir lækka. Miðað við núverandi horfur lýkur vaxtalækkunarferlinu líklega með stýrivexti á bilinu 5,5 –6,0%.“ Óvertryggðir vextir hjá bönkunum um þessar mundir eru í kringum níu prósent á sama tíma og stýrivextir eru 7,5 prósent. Þá snertir greiningardeildin á neyslu Íslendinga. Kortavelta erlendis mikil „Íslensk heimili hafa því verið neysluglöð það sem af er ári. Kortavelta hefur aukist að raungildi, sérstaklega kortavelta erlendis sem er nú í methæðum. Íslendingar eru mikið á faraldsfæti og hefur ferðalögum til útlanda fjölgað um 20% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Einnig hafa heimilin verið að ráðast í bifreiðakaup þar sem nýskráningar hafa aukist eftir snarpan samdrátt í fyrra,“ segir í þjóðhagsspánni. Þrátt fyrir aukna neyslu og fjölgun ferðalaga virðist heimilin ekki vera að skuldsetja sig til að fjármagna neysluna. „Hún hefur haldist í hendur við aukinn kaupmátt og fólksfjölgun. Það hefur komið okkur á óvart hvað viðnámsþróttur heimila hefur verið sterkur, fjárhagsstaða þeirra er almennt sterk og íslensk heimili virðast ekki vera að ganga verulega á sparnað sinn. Af þessum ástæðum teljum við líklegt að einkaneysla haldi áfram að vaxa jafnt og þétt á næstu misserum, þar sem heimilin nýta aukinn kaupmátt og sparnað til neyslunnar.“ Mikil óvissa Einkaneysla hefur vaxið um 2,3% að meðaltali síðasta áratug, þó með töluverðum sveiflum. „Við gerum ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu verði í takt við þróun fyrri hluta ársins og verði 3,1% á árinu. Á næstu tveimur árum verður vöxturinn örlítið minni, en þó yfir meðaltali. Spá okkar gerir ráð fyrir 2,8% vexti árið 2026 og 2,7% árið 2027.“ Á næsta ári sé von á því að verðbólga gangi aðeins niður frá núverandi gildum. „Spá okkar gerir þannig ráð fyrir 3,9% verðbólgu að jafnaði árið 2026 og 3,7% árið 2027. Auðvitað þarf vart að nefna að óvissu gætir á alþjóðavísu og innanlands. Ef efnahagshorfur versna verulega gæti verðbólga hjaðnað hraðar en hér er spáð. Á hinn bóginn gæti hún reynst enn þrálátari ef krónan veikist talsvert eða ef húsnæðismarkaður tekur við sér á ný.“ Heilbrigðari íbúðamarkaður Íbúðaverð hefur hækkað verulega á síðustu árum, um 60% frá árbyrjun 2021 miðað við vísitölu íbúðaverðs. Í lok árs 2023 virtist íbúðamarkaðurinn vera að kólna, en hin svokölluðu Grindarvíkuráhrif hleyptu lífi í markaðinn á fyrri hluta árs 2024 og hækkaði íbúðaverð um 8% á því ári vegna þessa. „Á þessu ári hefur orðið umtalsverður viðsnúningur á íbúðamarkaðnum og má segja að hann hafi loksins kólnað. Mikil íbúðafjárfesting átti sér stað í fyrra og samhliða því hefur framboð íbúða til sölu aukist verulega. Til að mynda voru um 4.500 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í september samkvæmt mælingu okkar, þar af 54% nýbyggingar. Meðalsölutími íbúða hefur einnig lengst, sérstaklega þegar kemur að nýjum eignum.“ Íbúðamarkaðurinn virðist nú vera í mun heilbrigðari stöðu en áður. Hvorki sé um kaupendamarkað né seljendamarkað að ræða og flest bendi til þess að markaðurinn sé í jafnvægi um þessar mundir. Seðlabankinn Verslun Íslandsbanki Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá bankans. Eftir óbreytta stýrivexti í 9,25% frá vordögum 2023 fram í október í fyrra hóf Seðlabankinn vaxtalækkunarferli á lokafjórðungi síðasta árs í kjölfar hjaðnandi verðbólgu og minnkandi þenslumerkja í hagkerfinu. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,75 prósentur frá því lækkunarferlið hófst og standa nú í 7,5 prósentum%. Við vaxtaákvörðunina í ágúst hélt Seðlabankinn stýrivöxtum óbreyttum og gaf til kynna að frekari vaxtalækkunar væri aðeins að vænta ef verðbólga hjaðnaði frekar. Sérfræðingar Íslandsbanka telja ekki von á frekari lækkun í ár nema skýr merki komi um kólnandi hagkerfi. „Teljum við líklegt að vaxtalækkunarferlið hefjist á ný á vordögum 2026 og varfærin vaxtalækkunarskref verði stigin fram í ársbyrjun 2027. Hjaðni verðbólga ekki meira en við spáum og myndist ekki verulegur slaki í hagkerfinu eru þó takmörk fyrir því hversu mikið stýrivextir lækka. Miðað við núverandi horfur lýkur vaxtalækkunarferlinu líklega með stýrivexti á bilinu 5,5 –6,0%.“ Óvertryggðir vextir hjá bönkunum um þessar mundir eru í kringum níu prósent á sama tíma og stýrivextir eru 7,5 prósent. Þá snertir greiningardeildin á neyslu Íslendinga. Kortavelta erlendis mikil „Íslensk heimili hafa því verið neysluglöð það sem af er ári. Kortavelta hefur aukist að raungildi, sérstaklega kortavelta erlendis sem er nú í methæðum. Íslendingar eru mikið á faraldsfæti og hefur ferðalögum til útlanda fjölgað um 20% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Einnig hafa heimilin verið að ráðast í bifreiðakaup þar sem nýskráningar hafa aukist eftir snarpan samdrátt í fyrra,“ segir í þjóðhagsspánni. Þrátt fyrir aukna neyslu og fjölgun ferðalaga virðist heimilin ekki vera að skuldsetja sig til að fjármagna neysluna. „Hún hefur haldist í hendur við aukinn kaupmátt og fólksfjölgun. Það hefur komið okkur á óvart hvað viðnámsþróttur heimila hefur verið sterkur, fjárhagsstaða þeirra er almennt sterk og íslensk heimili virðast ekki vera að ganga verulega á sparnað sinn. Af þessum ástæðum teljum við líklegt að einkaneysla haldi áfram að vaxa jafnt og þétt á næstu misserum, þar sem heimilin nýta aukinn kaupmátt og sparnað til neyslunnar.“ Mikil óvissa Einkaneysla hefur vaxið um 2,3% að meðaltali síðasta áratug, þó með töluverðum sveiflum. „Við gerum ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu verði í takt við þróun fyrri hluta ársins og verði 3,1% á árinu. Á næstu tveimur árum verður vöxturinn örlítið minni, en þó yfir meðaltali. Spá okkar gerir ráð fyrir 2,8% vexti árið 2026 og 2,7% árið 2027.“ Á næsta ári sé von á því að verðbólga gangi aðeins niður frá núverandi gildum. „Spá okkar gerir þannig ráð fyrir 3,9% verðbólgu að jafnaði árið 2026 og 3,7% árið 2027. Auðvitað þarf vart að nefna að óvissu gætir á alþjóðavísu og innanlands. Ef efnahagshorfur versna verulega gæti verðbólga hjaðnað hraðar en hér er spáð. Á hinn bóginn gæti hún reynst enn þrálátari ef krónan veikist talsvert eða ef húsnæðismarkaður tekur við sér á ný.“ Heilbrigðari íbúðamarkaður Íbúðaverð hefur hækkað verulega á síðustu árum, um 60% frá árbyrjun 2021 miðað við vísitölu íbúðaverðs. Í lok árs 2023 virtist íbúðamarkaðurinn vera að kólna, en hin svokölluðu Grindarvíkuráhrif hleyptu lífi í markaðinn á fyrri hluta árs 2024 og hækkaði íbúðaverð um 8% á því ári vegna þessa. „Á þessu ári hefur orðið umtalsverður viðsnúningur á íbúðamarkaðnum og má segja að hann hafi loksins kólnað. Mikil íbúðafjárfesting átti sér stað í fyrra og samhliða því hefur framboð íbúða til sölu aukist verulega. Til að mynda voru um 4.500 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í september samkvæmt mælingu okkar, þar af 54% nýbyggingar. Meðalsölutími íbúða hefur einnig lengst, sérstaklega þegar kemur að nýjum eignum.“ Íbúðamarkaðurinn virðist nú vera í mun heilbrigðari stöðu en áður. Hvorki sé um kaupendamarkað né seljendamarkað að ræða og flest bendi til þess að markaðurinn sé í jafnvægi um þessar mundir.
Seðlabankinn Verslun Íslandsbanki Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur