Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 14:26 Ása Berglind nýtti eigin reynslu til að ræða vanda barna og unglinga hér á landi. Vísir/Arnar Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“ Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“
Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira