Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2025 07:03 Margir í salnum fögnuðu yfirlýsingu Frakklandsforseta. Getty/Kay Nietfeld Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. „Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
„Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira