Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2025 07:03 Margir í salnum fögnuðu yfirlýsingu Frakklandsforseta. Getty/Kay Nietfeld Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. „Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
„Það er tímabært að Palestínumenn njóti réttlætis og að við viðurkennum Palestínuríki á Gasa, Vesturbakkanum og í Jerúsalem,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á sérstökum fundi um „tveggja ríkja lausnina“ í þingsal Sameinuðu þjóðanna í gær. Yfirlýsingu Frakka var fagnað í salnum en Bandaríkjamenn áttu ekki fulltrúa á fundinum og þá gerðu Ísraelsmenn lítið úr framtakinu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, kallaði eftir því að Palestína fengi fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum og sagði fundinn aðeins upphafið á langri vegferð. Andorra, Belgía, Lúxemborg, Malta og Mónakó viðurkenndu einnig sjálfstæða Palestínu í gærkvöldi. Danny Danon, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, kallaði fundinn „vandræðalegan pólitískan sirkús“ en Ísraelsmenn hafa sagt viðurkenningu ríkja á sjálfstæðri Palestínu „verðlaun“ til handa Hamas fyrir hryðjuverk þeirra 7. október 2023. Þá hafa þau hótað því að bregðast við með því að taka yfir Vesturbakkann. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að um væri að ræða „rétt en ekki verðlaun“ til handa Palestínumönnum. Ekkert réttlætti árásirnar 7. október en það væri ekki heldur réttlætanlegt að refsa palestínsku þjóðinni í heild. Frakkar hafa lagt til að herafla undir merkjum Sameinuðu þjóðanna verði falið að tryggja öryggi á Gasa, afvopna Hamas og þjálfa nýtt lögreglulið á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa allsherjarþingið í dag og funda með leiðtogum Tyrklands, Egyptalands, Katar, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þeir eru sagðir vilja fá svör við því hvort Trump styðji hugmyndir þeirra um framtíð Gasa og hina svokölluðu „tveggja ríkja lausn“.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Bandaríkin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira