Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2025 07:03 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur leitað til sveitarfélaganna til að fjármagna tilraunaverkefnið að hluta. Einhver þeirra hafa samþykkt að taka þátt, önnur ekki. Vísir/Anton Brink/dji Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hyggst ráðast tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem drónar verða notaðir og sendir á vettvang á stöðum í umdæminu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu. Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu.
Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira