Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2025 10:13 Donald Trump, Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon og Seth Meyers. AP og Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í nótt að forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, hefðu tekið þá ákvörðun að hætta að sýna þátt Jimmy Kimmel í óákveðinn tíma, eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Það var í kjölfar þess að Kimmel sagði í þættinum á dögunum að morðingi Charlies Kirk væri MAGA-liði eða Repúblikani. Í þætti sínum sem tekinn var upp og sýndur var á mánudaginn sagði Kimmel að „MAGA-gengið“ legði mikið púður í það að sannfæra heiminn um að morðingi Charlies Kirk væri ekki einn af þeim og reyna að nýta sér dauða mannsins í pólitískum tilgangi. Inn á milli væru Trump-liðar syrgjandi. Þá gerði Kimmel einnig grín að því hvernig Trump hefði syrgt Kirk, en þeir þekktust vel, og sýndi myndbönd af forsetanum eftir morðið, þar sem hann talaði um það hve fallegur veislusalurinn sem verið er að byggja við Hvíta húsið yrði. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Trump sagði í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, að fregnirnar af Kimmel væru frábærar fyrir Bandaríkin og hrósaði ABC fyrir að hafa hugrekki til að gera „það sem þurfti að gera“. Forsetinn vísaði næst til Stephens Colbert, sem sagt var upp fyrr á árinu af CBS, en þá sagði Trump að Kimmel væri næstur. Sjá einnig: Þjónkun við Trump? - CBS leggur niður Late Show „Núna eru Jimmy (Fallon) og Seth (Meyers) eftir,“ skrifaði Trump. „Tveir ræflar, á falsfrétta NBC. Áhorfið þeirra er líka hræðilegt. Gerið þetta NBC!!! DJT forseti“. Færsla Trumps á Truth Social í nótt. Gagnrýnir á þrýstinginn og ákvörðunina Forsvarsmenn verkalýðsfélag handritshöfunda, sem flestir starfsmenn Jimmy Kimmel eru í, gagnrýndu ákvörðun Disney harðlega í nótt. Í yfirlýsingu frá félaginu segir, samkvæmt Hollywood Reporter, að rétturinn til að tjá sig og vera ósammála hvort öðru og jafnvel þó það komi illa við fólk, sé kjarni þess að vera frjáls þjóð. „Þeim rétti á ekki að afneita. Ekki með ofbeldi, ekki með misbeitingu opinbers valds og ekki með heigulshætti stjórnenda fyrirtækja.“ Í yfirlýsingu Writers Guild of America segir einnig að ef málfrelsi ætti eingöngu við orðræðu sem fólki líkaði við, hefði verið óþarfi að skrifa það niður í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar sé í raun átt við samkomulag um að vera ósammála. Þá segir að þeir stjórnmála- og embættismenn sem hafi gleymt því eigi að skammast sín. „Þegar kemur að vinnuveitendum okkar, orð okkar hafa gert ykkur auðuga. Að þagga í okkur gerir heiminn fátækari.“ Aðdragandi ákvörðunar ABC og Disney Ríkisstjórn Trumps hefur beitt fjölmiðlafyrirtæki, sjónvarpsstöðvar og aðra miklum þrýstingi á undanförnum mánuðum. Fjölmargir hafa látið undan þessum þrýstingi. Í gær mætti Brendan Carr, yfirmaður FCC, í hlaðvarp þar sem orð Kimmels um morðið á Charlie Kirk bárust til umræðu. Þá sagði Carr berum orðum að hann myndi mögulega svipta ABC og aðrar sjónvarpsstöðvar sem sýna þátt Kimmels útsendingarleyfi. Þau ummæli fylgja langri sögu sambærilegra ummæla frá Trump. Í kosningabaráttunni í fyrra, fyrir hana og eftir að hann tók aftur við embætti, hefur Trump ítrekað kallað eftir því að sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna verði refsað og útsendingarleyfi þeirra afturkölluð. Þetta hefur hann meðal annars gefið í skyn varðandi CBS, ABC, NBC og jafnvel Fox og í næstum öllum tilfellum vegna spurninga sem honum hefur verið illa við eða útsendinga sem hafa ekki fallið í kramið hjá honum. Stóru stöðvarnar eru ekki háðar útsendingarleyfi frá FCC en smærri stöðvar sem reknar eru víðsvegar um Bandaríkin og oftar en ekki í eigu stærri fyrirtækja, eru háðar leyfisveitingum. Carr, sem er einn höfunda Project 2025 sem er áherslulisti á vegum samtaka sem kallast Heritage Foundation og var skrifaður sem mögulegur leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps, hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á bandarískar sjónvarpsstöðvar og sagði áður en Trump tók við völdum að undir hans stjórn muni FCC þvinga sjónvarpsstöðvar til að „starfa í þágu almennings“. Það ítrekaði Carr í viðtali á Fox News í gær. Þar gagnrýndi hann þætti eins og þætti Kimmels fyrir að básúna einleitum skoðunum. Hrósaði hann forsvarsmönnum tveggja fyrirtækja sem reka fjölmargar sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum fyrir að hafa þrýst á ABC um að taka þátt Kimmels úr birtingu. Carr sagði að meira þyrfti að gera varðandi frjálslynd viðhorf frá New York og Hollywood. .@BrendanCarrFCC appeared on @seanhannity to address ABC's decision to pull 'Jimmy Kimmel Live' following Kimmel's disgusting @charliekirk11 comments. pic.twitter.com/QbOrmWuLHT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 18, 2025 Þurfa á Carr að halda Fyrirtækin sem Carr hrósaði voru Nexstar og Sinclair Broadcasting Group. Eftir að áðurnefnt hlaðvarp var birt tilkynntu stjórnendur Nexstar Media Group forsvarsmönnum ABC að þeir myndu ekki sýna þætti Kimmels á sínum stöðvum. Fyrirtækið er eitt það stærsta í Bandaríkjunum á sviði héraðsstöðva og rekur meðal annars fjölmargar systurstöðvar ABC. Forsvarsmenn Nexstar vinna nú að umfangsmiklum samruna við fjölmiðlafyrirtækið Tegna fyrir 6,2 milljarða dala, samkvæmt Forbes. Sá samruni er háður samþykki frá FCC og Carr. Sambærileg skilaboð bárust einnig til ABC frá stjórnendum Sinclair Broadcast Group, sem rekur einnig fjölda sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki er í eigu milljarðamæringsins David Smith, sem þekkir Trump og hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans. Sjá einnig: Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“ Stjórnendur Sinclair kölluðu eftir því að Kimmel bæði fjölskyldu Kirks afsökunar og sendi þeim og Turning Point USA, samtökum sem Kirk stofnaði, peninga. Þeir sögðu einnig að þættirnir færu ekki aftur í loftið á stöðvum þeirra fyrr en búið væri að eiga formlegar viðræður við stjórnendur ABC um „fagmennsku og ábyrgð“. Endurkoma möguleg Mögulegt er að Kimmel snúi aftur á skjáinn á næstu dögum. Heimildarmaður Wall Street Journal segir að fylgst sé með ástandinu úr höfuðstöðvum Disney. Mögulegt sé að bannið muni eingöngu vara í nokkra daga en engin ákvörðun hafi þó verið tekin enn. WSJ segir að ákvörðunin um að taka þætti Kimmels úr birtingu hafi verið tekin af æðstu stjórnendum ABC og Disney og þar á meðal af Bob Iger og Dana Walden. Þar hafi ákvörðun Nexstar spilaða stóra rullu, vegna þess hve fyrirtækið rekur margar systurstöðvar ABC. Kimmel hefur enn ekkert tjáð sig um málið, þegar þetta er skrifað. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Það var í kjölfar þess að Kimmel sagði í þættinum á dögunum að morðingi Charlies Kirk væri MAGA-liði eða Repúblikani. Í þætti sínum sem tekinn var upp og sýndur var á mánudaginn sagði Kimmel að „MAGA-gengið“ legði mikið púður í það að sannfæra heiminn um að morðingi Charlies Kirk væri ekki einn af þeim og reyna að nýta sér dauða mannsins í pólitískum tilgangi. Inn á milli væru Trump-liðar syrgjandi. Þá gerði Kimmel einnig grín að því hvernig Trump hefði syrgt Kirk, en þeir þekktust vel, og sýndi myndbönd af forsetanum eftir morðið, þar sem hann talaði um það hve fallegur veislusalurinn sem verið er að byggja við Hvíta húsið yrði. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Trump sagði í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, að fregnirnar af Kimmel væru frábærar fyrir Bandaríkin og hrósaði ABC fyrir að hafa hugrekki til að gera „það sem þurfti að gera“. Forsetinn vísaði næst til Stephens Colbert, sem sagt var upp fyrr á árinu af CBS, en þá sagði Trump að Kimmel væri næstur. Sjá einnig: Þjónkun við Trump? - CBS leggur niður Late Show „Núna eru Jimmy (Fallon) og Seth (Meyers) eftir,“ skrifaði Trump. „Tveir ræflar, á falsfrétta NBC. Áhorfið þeirra er líka hræðilegt. Gerið þetta NBC!!! DJT forseti“. Færsla Trumps á Truth Social í nótt. Gagnrýnir á þrýstinginn og ákvörðunina Forsvarsmenn verkalýðsfélag handritshöfunda, sem flestir starfsmenn Jimmy Kimmel eru í, gagnrýndu ákvörðun Disney harðlega í nótt. Í yfirlýsingu frá félaginu segir, samkvæmt Hollywood Reporter, að rétturinn til að tjá sig og vera ósammála hvort öðru og jafnvel þó það komi illa við fólk, sé kjarni þess að vera frjáls þjóð. „Þeim rétti á ekki að afneita. Ekki með ofbeldi, ekki með misbeitingu opinbers valds og ekki með heigulshætti stjórnenda fyrirtækja.“ Í yfirlýsingu Writers Guild of America segir einnig að ef málfrelsi ætti eingöngu við orðræðu sem fólki líkaði við, hefði verið óþarfi að skrifa það niður í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar sé í raun átt við samkomulag um að vera ósammála. Þá segir að þeir stjórnmála- og embættismenn sem hafi gleymt því eigi að skammast sín. „Þegar kemur að vinnuveitendum okkar, orð okkar hafa gert ykkur auðuga. Að þagga í okkur gerir heiminn fátækari.“ Aðdragandi ákvörðunar ABC og Disney Ríkisstjórn Trumps hefur beitt fjölmiðlafyrirtæki, sjónvarpsstöðvar og aðra miklum þrýstingi á undanförnum mánuðum. Fjölmargir hafa látið undan þessum þrýstingi. Í gær mætti Brendan Carr, yfirmaður FCC, í hlaðvarp þar sem orð Kimmels um morðið á Charlie Kirk bárust til umræðu. Þá sagði Carr berum orðum að hann myndi mögulega svipta ABC og aðrar sjónvarpsstöðvar sem sýna þátt Kimmels útsendingarleyfi. Þau ummæli fylgja langri sögu sambærilegra ummæla frá Trump. Í kosningabaráttunni í fyrra, fyrir hana og eftir að hann tók aftur við embætti, hefur Trump ítrekað kallað eftir því að sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna verði refsað og útsendingarleyfi þeirra afturkölluð. Þetta hefur hann meðal annars gefið í skyn varðandi CBS, ABC, NBC og jafnvel Fox og í næstum öllum tilfellum vegna spurninga sem honum hefur verið illa við eða útsendinga sem hafa ekki fallið í kramið hjá honum. Stóru stöðvarnar eru ekki háðar útsendingarleyfi frá FCC en smærri stöðvar sem reknar eru víðsvegar um Bandaríkin og oftar en ekki í eigu stærri fyrirtækja, eru háðar leyfisveitingum. Carr, sem er einn höfunda Project 2025 sem er áherslulisti á vegum samtaka sem kallast Heritage Foundation og var skrifaður sem mögulegur leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps, hefur sömuleiðis verið gagnrýninn á bandarískar sjónvarpsstöðvar og sagði áður en Trump tók við völdum að undir hans stjórn muni FCC þvinga sjónvarpsstöðvar til að „starfa í þágu almennings“. Það ítrekaði Carr í viðtali á Fox News í gær. Þar gagnrýndi hann þætti eins og þætti Kimmels fyrir að básúna einleitum skoðunum. Hrósaði hann forsvarsmönnum tveggja fyrirtækja sem reka fjölmargar sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum fyrir að hafa þrýst á ABC um að taka þátt Kimmels úr birtingu. Carr sagði að meira þyrfti að gera varðandi frjálslynd viðhorf frá New York og Hollywood. .@BrendanCarrFCC appeared on @seanhannity to address ABC's decision to pull 'Jimmy Kimmel Live' following Kimmel's disgusting @charliekirk11 comments. pic.twitter.com/QbOrmWuLHT— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 18, 2025 Þurfa á Carr að halda Fyrirtækin sem Carr hrósaði voru Nexstar og Sinclair Broadcasting Group. Eftir að áðurnefnt hlaðvarp var birt tilkynntu stjórnendur Nexstar Media Group forsvarsmönnum ABC að þeir myndu ekki sýna þætti Kimmels á sínum stöðvum. Fyrirtækið er eitt það stærsta í Bandaríkjunum á sviði héraðsstöðva og rekur meðal annars fjölmargar systurstöðvar ABC. Forsvarsmenn Nexstar vinna nú að umfangsmiklum samruna við fjölmiðlafyrirtækið Tegna fyrir 6,2 milljarða dala, samkvæmt Forbes. Sá samruni er háður samþykki frá FCC og Carr. Sambærileg skilaboð bárust einnig til ABC frá stjórnendum Sinclair Broadcast Group, sem rekur einnig fjölda sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki er í eigu milljarðamæringsins David Smith, sem þekkir Trump og hefur lengi verið ötull stuðningsmaður hans. Sjá einnig: Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“ Stjórnendur Sinclair kölluðu eftir því að Kimmel bæði fjölskyldu Kirks afsökunar og sendi þeim og Turning Point USA, samtökum sem Kirk stofnaði, peninga. Þeir sögðu einnig að þættirnir færu ekki aftur í loftið á stöðvum þeirra fyrr en búið væri að eiga formlegar viðræður við stjórnendur ABC um „fagmennsku og ábyrgð“. Endurkoma möguleg Mögulegt er að Kimmel snúi aftur á skjáinn á næstu dögum. Heimildarmaður Wall Street Journal segir að fylgst sé með ástandinu úr höfuðstöðvum Disney. Mögulegt sé að bannið muni eingöngu vara í nokkra daga en engin ákvörðun hafi þó verið tekin enn. WSJ segir að ákvörðunin um að taka þætti Kimmels úr birtingu hafi verið tekin af æðstu stjórnendum ABC og Disney og þar á meðal af Bob Iger og Dana Walden. Þar hafi ákvörðun Nexstar spilaða stóra rullu, vegna þess hve fyrirtækið rekur margar systurstöðvar ABC. Kimmel hefur enn ekkert tjáð sig um málið, þegar þetta er skrifað.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“