Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 11:11 Elon Musk (t.v.) ávarpaði tugi þúsunda mótmælenda á útifundi í London um helgina. Þar sagði hann fólki meðal annars að búa sig undir að deyja eða berjast. Vísir Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi. Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi.
Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51