Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2025 12:43 Mennirnir tveir í lyftunni búa alls ekki á stúdentagörðunum í Gamla Garði, þótt þar hafi þeir grillað sér samlokur sem voru ekki heldur í þeirra eigu. Samsett mynd Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi. Þegar hefur gæsla verið aukin við húsið en Félagsstofnun stúdenta, FS, sem rekur Stúdentagarða hefur boðað enn frekari öryggisráðstafanir við húsið. Íbúar hafa reglulega haft samband við lögreglu þegar mennirnir hafa brotist inn í húsið en það virðist ekki hafa komið í veg fyrir að þeir halda áfram að reyna að komast inn. Grunuðu í fyrstu hvort annað um að stela mat „Þetta er auðvitað bara mjög erfitt mál. Það eru þarna aðilar sem hafa gert sig heimakomna og reyna eftir bestu getu að komast inn í húsið. En við erum að reyna að koma í veg fyrir það með öllum þeim ráðstöfunum sem við höfum,“ segir Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi FS og þjónustustjóri Stúdentagarða. Stolin samloka í grilli.aðsend Til standi að auka gæslu strax í kvöld og frekari ráðstafanir verði gerðar bæði í og við húsið í næstu viku, en vandamálið hefur varað í nokkra mánuði. Mia Schwartz, meistaranemi við Háskóla Íslands, er ein þeirra íbúa hússins sem segir ástandið vera óboðlegt. Hún hafi búið í húsinu í um þrjú ár og segir í samtali við Vísi að hún hafi fyrst orðið vör við fólkið í vor. Nokkur sameiginleg eldhús eru í húsinu þar sem íbúar á hverri hæð deila aðstöðu og geyma sinn mat og drykkjarföng. Fyrst í vor hafi Mia og aðrir orðið vör við að eitthvað undarlegt væri á seyði. „Fólk byrjaði að taka eftir að það voru hlutir að hverfa. Ég var þar á meðal, það voru litlir hlutir að hverfa eins og gosdrykkir, vínflöskur og fólk hélt kannski að það væri einhver á hæðinni að taka frá öðrum. Þannig það var dálítið spennuþrungið andrúmsloft í húsinu í svona mánuð þar sem fólk grunaði hvort annað um að stela,“ segir Mia. Ófögur sjón í kjallaranum og hálfétin eggjahræra En svo fóru þau að taka eftir fólki koma inn í húsið seint á kvöldin. Fólk sem ekki bjó sjálft í húsinu. „Við byrjuðum að sjá fólk, yfirleitt tvo menn, koma inn í bygginguna og stela mat og drykkjum. Og ég held að það hafi verið í maí sem það kom í ljós að það voru dýnur á gólfinu í kjallaranum þar sem fólk var að sofa, það var piss á gólfinu. Þetta var mjög slæmt, það var áfengi út um allt líka,“ segir Mia. Þjófnaður á eigum og mat íbúa hafi verið stórt vandamál auk þess sem fólkið virtist halda til í húsinu. Hún nefnir dæmi um hálfa eggjahræru sem hafi verið geymd inni í ísskáp sem hafi síðan verið hálfétin og skilin eftir. Sömu sögu er að segja um samlokurnar í grillinu á myndinni hér að ofan, þær eru stolnar og grillarinn ekki sá sami og er keypti hráefnið. Þrátt fyrir að kannski sé ekki um stórfelldan þjófnað að ræða segir Mia þetta vekja mikinn ugg og óhug. Fréttastofu hafa borist myndir af mönnunum sem ítrekað virðast reyna að komast inn í húsið eða halda til fyrir utan það.aðsent „Ég á vini sem þeir hafa hótað líkamlega. Ég held ég hafi séð um fimm manns í heildina en yfirleitt eru þetta sömu tveir mennirnir sem koma í einu,“ segir Mia. Önnur vandamál hafi fylgt nýju lásakerfi Farfuglaheimili er rekið í húsinu yfir sumartímann en Mia segir að ástandið hafi ekki batnað þegar námsmenn sneru aftur í haust. „Því miður var svo ekki. Það er búið að skipta um lása á herbergjunum okkar, sem er sagt eiga að bæta öryggi, en það er annað vandamál útaf fyrir sig,“ segir Mia, sem útskýrir að fólk hafi lent í vandræðum með nýja rafræna lásakerfið sem hafi orðið til þess að fólk hafi læsts úti, þrátt fyrir að vera með lykil að herbergi sínu. Þar á meðal hún sjálf. Heiður segir að í sífellu sé unnið að því að bæta úr þeim vandamálum sem upp komi og umsjónarmaður fasteigna fari yfir það reglulega að hurðapumpur og læsingar virki sem skildi. Óásættanlegt ástand sem kalli á árvekni Líkt og áður segir hafa Stúdentagarðar boðað auknar öryggisráðstafanir í og við húsið, en Mia óttast að þær beri takmarkaðan árangur. Þrátt fyrir þær ráðstafanir sem þegar hafi verið gerðar sé enn mikið ónæði. Einn mannanna hafi sést reyna að skríða inn um eldhúsglugga á jarðhæð hússins og þá hefur fréttastofa séð myndband sem sýnir mann berja á útidyrahurðinni, að því er virðist til að reyna að brjótast inn. Henni finnst Stúdentagarðar ekki hafa tekið málið af nægilega mikilli festu og vonast til að umræða um málið verði til þess að fólk verði á varðbergi og gripið verði betur í taumana. Lögregla virðist ekki heldur hafa nein ráð til að stöðva síbrotahegðun mannanna. Gamli Garður stendur við Hringbraut.Vísir/Vilhelm „Þetta er óásættanlegt og ekki eitthvað sem þú myndir búast við að gerist á Íslandi,“ segir Mia. „Jafnvel þótt þau séu að bregðast við, miklu seinna en þau hefðu átt að gera, þá er fólk miður sín og enginn hefur fengið tjón sitt bætt. Ég hef orðið fyrir tjóni sem nemur nokkur þúsund krónum og við erum öll námsmenn þannig við megum við litlu,“ segir Mia. „Ég held að enginn muni upplifa sig öruggan í byggingunni í langan tíma.“ Næturvörður, öryggismyndavélar og fleiri lásar á leiðinni Eins og staðan er í dag hafa verið reglulegar öryggisferðir á staðinn yfir kvöld og nótt til þessa að sögn Heiðar, en slíkar ráðstafanir sé nú verið að efla. Til standi að hafa öryggisvörð næturlangt á svæðinu frá og með kvöldinu í kvöld. Þá sé verið að efla öryggisráðstafanir inni í húsinu líka. „Þetta hefur verið svolítið frjálst flæði um húsið og ástæðan fyrir því er svo sem bara hugmyndafræði Stúdentagarða um að efla samskipti og samveru á meðal íbúa, og hefur hingað til bara gengið vel, en í ljósi þessa er núna verið að setja lása á eldhús, og í byrjun næstu viku verður hafin vinna við að setja upp öryggismyndavélar og öryggiskerfi við innganga,“ segir Heiður. „Svo þurfa auðvitað bara allir að vera svolítið saman í liði, starfsfólk, íbúar og aðrir. Íbúar þurfa líka að passa sig að loka vel á eftir sér, skilja ekki hurðir eftir ólæstar og svo framvegis. Þannig við þurfum bara að vera svolítið saman í þessu til að gera húsið öruggt og koma í veg fyrir að þeir komist inn. En sumt er erfitt að koma í veg fyrir, ef að það eru bara raunveruleg innbrot, það getur gerst hvar sem er, en við erum að vona að þessi gæsla verði til þess að því linni.“ Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þegar hefur gæsla verið aukin við húsið en Félagsstofnun stúdenta, FS, sem rekur Stúdentagarða hefur boðað enn frekari öryggisráðstafanir við húsið. Íbúar hafa reglulega haft samband við lögreglu þegar mennirnir hafa brotist inn í húsið en það virðist ekki hafa komið í veg fyrir að þeir halda áfram að reyna að komast inn. Grunuðu í fyrstu hvort annað um að stela mat „Þetta er auðvitað bara mjög erfitt mál. Það eru þarna aðilar sem hafa gert sig heimakomna og reyna eftir bestu getu að komast inn í húsið. En við erum að reyna að koma í veg fyrir það með öllum þeim ráðstöfunum sem við höfum,“ segir Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi FS og þjónustustjóri Stúdentagarða. Stolin samloka í grilli.aðsend Til standi að auka gæslu strax í kvöld og frekari ráðstafanir verði gerðar bæði í og við húsið í næstu viku, en vandamálið hefur varað í nokkra mánuði. Mia Schwartz, meistaranemi við Háskóla Íslands, er ein þeirra íbúa hússins sem segir ástandið vera óboðlegt. Hún hafi búið í húsinu í um þrjú ár og segir í samtali við Vísi að hún hafi fyrst orðið vör við fólkið í vor. Nokkur sameiginleg eldhús eru í húsinu þar sem íbúar á hverri hæð deila aðstöðu og geyma sinn mat og drykkjarföng. Fyrst í vor hafi Mia og aðrir orðið vör við að eitthvað undarlegt væri á seyði. „Fólk byrjaði að taka eftir að það voru hlutir að hverfa. Ég var þar á meðal, það voru litlir hlutir að hverfa eins og gosdrykkir, vínflöskur og fólk hélt kannski að það væri einhver á hæðinni að taka frá öðrum. Þannig það var dálítið spennuþrungið andrúmsloft í húsinu í svona mánuð þar sem fólk grunaði hvort annað um að stela,“ segir Mia. Ófögur sjón í kjallaranum og hálfétin eggjahræra En svo fóru þau að taka eftir fólki koma inn í húsið seint á kvöldin. Fólk sem ekki bjó sjálft í húsinu. „Við byrjuðum að sjá fólk, yfirleitt tvo menn, koma inn í bygginguna og stela mat og drykkjum. Og ég held að það hafi verið í maí sem það kom í ljós að það voru dýnur á gólfinu í kjallaranum þar sem fólk var að sofa, það var piss á gólfinu. Þetta var mjög slæmt, það var áfengi út um allt líka,“ segir Mia. Þjófnaður á eigum og mat íbúa hafi verið stórt vandamál auk þess sem fólkið virtist halda til í húsinu. Hún nefnir dæmi um hálfa eggjahræru sem hafi verið geymd inni í ísskáp sem hafi síðan verið hálfétin og skilin eftir. Sömu sögu er að segja um samlokurnar í grillinu á myndinni hér að ofan, þær eru stolnar og grillarinn ekki sá sami og er keypti hráefnið. Þrátt fyrir að kannski sé ekki um stórfelldan þjófnað að ræða segir Mia þetta vekja mikinn ugg og óhug. Fréttastofu hafa borist myndir af mönnunum sem ítrekað virðast reyna að komast inn í húsið eða halda til fyrir utan það.aðsent „Ég á vini sem þeir hafa hótað líkamlega. Ég held ég hafi séð um fimm manns í heildina en yfirleitt eru þetta sömu tveir mennirnir sem koma í einu,“ segir Mia. Önnur vandamál hafi fylgt nýju lásakerfi Farfuglaheimili er rekið í húsinu yfir sumartímann en Mia segir að ástandið hafi ekki batnað þegar námsmenn sneru aftur í haust. „Því miður var svo ekki. Það er búið að skipta um lása á herbergjunum okkar, sem er sagt eiga að bæta öryggi, en það er annað vandamál útaf fyrir sig,“ segir Mia, sem útskýrir að fólk hafi lent í vandræðum með nýja rafræna lásakerfið sem hafi orðið til þess að fólk hafi læsts úti, þrátt fyrir að vera með lykil að herbergi sínu. Þar á meðal hún sjálf. Heiður segir að í sífellu sé unnið að því að bæta úr þeim vandamálum sem upp komi og umsjónarmaður fasteigna fari yfir það reglulega að hurðapumpur og læsingar virki sem skildi. Óásættanlegt ástand sem kalli á árvekni Líkt og áður segir hafa Stúdentagarðar boðað auknar öryggisráðstafanir í og við húsið, en Mia óttast að þær beri takmarkaðan árangur. Þrátt fyrir þær ráðstafanir sem þegar hafi verið gerðar sé enn mikið ónæði. Einn mannanna hafi sést reyna að skríða inn um eldhúsglugga á jarðhæð hússins og þá hefur fréttastofa séð myndband sem sýnir mann berja á útidyrahurðinni, að því er virðist til að reyna að brjótast inn. Henni finnst Stúdentagarðar ekki hafa tekið málið af nægilega mikilli festu og vonast til að umræða um málið verði til þess að fólk verði á varðbergi og gripið verði betur í taumana. Lögregla virðist ekki heldur hafa nein ráð til að stöðva síbrotahegðun mannanna. Gamli Garður stendur við Hringbraut.Vísir/Vilhelm „Þetta er óásættanlegt og ekki eitthvað sem þú myndir búast við að gerist á Íslandi,“ segir Mia. „Jafnvel þótt þau séu að bregðast við, miklu seinna en þau hefðu átt að gera, þá er fólk miður sín og enginn hefur fengið tjón sitt bætt. Ég hef orðið fyrir tjóni sem nemur nokkur þúsund krónum og við erum öll námsmenn þannig við megum við litlu,“ segir Mia. „Ég held að enginn muni upplifa sig öruggan í byggingunni í langan tíma.“ Næturvörður, öryggismyndavélar og fleiri lásar á leiðinni Eins og staðan er í dag hafa verið reglulegar öryggisferðir á staðinn yfir kvöld og nótt til þessa að sögn Heiðar, en slíkar ráðstafanir sé nú verið að efla. Til standi að hafa öryggisvörð næturlangt á svæðinu frá og með kvöldinu í kvöld. Þá sé verið að efla öryggisráðstafanir inni í húsinu líka. „Þetta hefur verið svolítið frjálst flæði um húsið og ástæðan fyrir því er svo sem bara hugmyndafræði Stúdentagarða um að efla samskipti og samveru á meðal íbúa, og hefur hingað til bara gengið vel, en í ljósi þessa er núna verið að setja lása á eldhús, og í byrjun næstu viku verður hafin vinna við að setja upp öryggismyndavélar og öryggiskerfi við innganga,“ segir Heiður. „Svo þurfa auðvitað bara allir að vera svolítið saman í liði, starfsfólk, íbúar og aðrir. Íbúar þurfa líka að passa sig að loka vel á eftir sér, skilja ekki hurðir eftir ólæstar og svo framvegis. Þannig við þurfum bara að vera svolítið saman í þessu til að gera húsið öruggt og koma í veg fyrir að þeir komist inn. En sumt er erfitt að koma í veg fyrir, ef að það eru bara raunveruleg innbrot, það getur gerst hvar sem er, en við erum að vona að þessi gæsla verði til þess að því linni.“
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira