Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2025 12:02 Í skýrslunni segir að jafnvel þótt Rayner hafi verið í góðri trú, hefði hún átt að leita sérfræðiráðgjafar. Getty/Mark Kerrison Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Utanaðkomandi ráðgjafi, Sir Laurie Magnus, var fenginn til að meta það hvort Rayner hefði brotið gegn siðareglum ráðherra. Í skýrslu sinni til forsætisráðherrans Keir Starmer segir hann meðal annars að þrátt fyrir að Rayner hafi verið sagt að hún ætti að greiða lægri stimpilgjöld, hafi tvívegis verið ítrekað við hana að ekki væri um að ræða sérfræðiráðgjöf og að hún ætti að leita til sérfræðinga. Þetta hefði hún ekki gert og þannig ekki staðist ítrustu kröfur sem gerðar væru til ráðherra. Magnus segir að málið sé flókið; Rayner hefði selt 25 prósenta hlut sinn í fasteign fjölskyldunnar í Ashton-under-Lyne og ákveðið í kjölfari að kaupa íbúð í Hove. Hún hefði verið í góðri trú um að þar sem hún ætti ekki lengur í fasteign þyrfti hún að greiða lægri stimpilgjöld vegna kaupa á íbúðinni. Selda fasteignin var hins vegar í eigu sjóðs, sem ólögráða börn Rayner virðast eiga hlut í. Samkvæmt reglum hafi hún þannig átt hagsmuna að gæta varðandi það húsnæði og hefði átt að greiða hærri stimpilgjöld vegna íbúðarinnar. Hún hefði sjálf vísað málinu til skoðunar og sýnt fullan samstarfsvilja. Starmer hefur svarað afsögn Rayner, þar sem hann segist harma að störfum hennar hafi lokið með þessum hætti. Hún hefði hins vegar gert rétt. Sjálf segir Rayner í afsögn sinni að hún harmi mistökin og axli fulla ábyrgð á þeim. Bretland Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafi, Sir Laurie Magnus, var fenginn til að meta það hvort Rayner hefði brotið gegn siðareglum ráðherra. Í skýrslu sinni til forsætisráðherrans Keir Starmer segir hann meðal annars að þrátt fyrir að Rayner hafi verið sagt að hún ætti að greiða lægri stimpilgjöld, hafi tvívegis verið ítrekað við hana að ekki væri um að ræða sérfræðiráðgjöf og að hún ætti að leita til sérfræðinga. Þetta hefði hún ekki gert og þannig ekki staðist ítrustu kröfur sem gerðar væru til ráðherra. Magnus segir að málið sé flókið; Rayner hefði selt 25 prósenta hlut sinn í fasteign fjölskyldunnar í Ashton-under-Lyne og ákveðið í kjölfari að kaupa íbúð í Hove. Hún hefði verið í góðri trú um að þar sem hún ætti ekki lengur í fasteign þyrfti hún að greiða lægri stimpilgjöld vegna kaupa á íbúðinni. Selda fasteignin var hins vegar í eigu sjóðs, sem ólögráða börn Rayner virðast eiga hlut í. Samkvæmt reglum hafi hún þannig átt hagsmuna að gæta varðandi það húsnæði og hefði átt að greiða hærri stimpilgjöld vegna íbúðarinnar. Hún hefði sjálf vísað málinu til skoðunar og sýnt fullan samstarfsvilja. Starmer hefur svarað afsögn Rayner, þar sem hann segist harma að störfum hennar hafi lokið með þessum hætti. Hún hefði hins vegar gert rétt. Sjálf segir Rayner í afsögn sinni að hún harmi mistökin og axli fulla ábyrgð á þeim.
Bretland Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira