„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 23:41 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Lýður valberg Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira