Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 13:03 Meðal fyrstu verka Þorbjargar Sigríðar í embætti var að finna lausn á máli Helga Magnúsar. Vísir Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. Þetta kemur fra í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þingmanns og formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðrún spurði Þorbjörgu Sigríði að því hver kostnaður verði við starfslok Helga Magnúsar og óskaði eftir sundurliðun eftir launum, föstum greiðslum, lífeyrissjóðsgjöldum og öðrum launatengdum gjöldum. Í svari sínu rekur Þorbjörg Sigríður mál Helga Magnúsar í nokkuð löngu máli en um það má lesa ógrynni frétta hér. Í stuttu máli lét Helgi Magnús af embætti vararíkissaksóknara eftir að ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá embætti, fyrri dómsmálaráðherra taldi ekki forsendur til þess, Þorbjörg Sigríður bauð honum flutning í embætti vararíkislögreglustjóra en hann hafnaði flutninginum. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Tæplega 1,7 á mánuði um ókomin ár Í svari Þorbjargar Sigríðar segir að um núverandi kjör vegna embættis vararíkissaksóknara sé fjallað í lögum um meðferð sakamála og þar sé tiltekið hver laun eru fyrir starfið auk greiðslna fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir á mánuði. Heildarmánaðarlaun vegna embættis vararíkissaksóknara séu samkvæmt gildandi lögum núna 2.048.804 krónur. Við starfslok sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá hefjist hins vegar taka eftirlauna og því sé ekki um það að ræða að kjör haldist óbreytt. Þau séu, samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, áætluð 1.672.829 krónur á mánuði miðað við núverandi forsendur. Þá greiðist til viðbótar mótframlag í lífeyrissjóð sem taki mið af núverandi kjörum, til að gera viðkomandi embættismann jafnsettan og við töku eftirlauna við 70 ára aldur. Miðað við núverandi laun mun ríkið greiða Helga Magnúsi rétt liðlega tuttugu milljónir króna á ári. „Ómögulegt er að spá fyrir um hversu lengi vararíkissaksóknari muni njóta eftirlaunanna og því ekki unnt að taka saman hver heildarkostnaður við starfslokin verða,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari ábyrgur Þá spurði Guðrún hvort ráðherra telji að unnt sé að bregðast við því á fullnægjandi hátt samkvæmt gildandi lögum þegar æðsti handhafi ákæruvalds lýsir undirmann sinn vanhæfan í öllum málum en enginn hefur vald til að leysa undirmanninn frá störfum án samþykkis hans. Ráðherra svarar að hún hafi talið sig bundna af þeim farvegi sem ákvörðun þáverandi dómsmálaráðherra setti málið í. Ljóst hafi þó verið að málið var í flókinni stöðu, einnig með hliðsjón af afstöðu ríkissaksóknara til almenns hæfis vararíkissaksóknara. Ekki hafi verið unnt að una við óbreytta stöðu enda ljóst að það hafi verið hlutverk ráðherra að tryggja að ákæruvaldið væri starfhæft. Í því ljósi hafi dómsmálaráðherra ákveðið að flytja vararíkissaksóknara í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, sem vararíkissaksóknari hafi hafnað, eins og hann hafði rétt til að gera samkvæmt stjórnarskrá. Með því hafi verið brugðist við erfiðri stöðu til að skapa ákæruvaldinu nauðsynlegan starfsfrið og traust. „Til viðbótar skal það sagt að ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og ber ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008. Ríkissaksóknari getur gefið ákærendum fyrirmæli sem þeim er skylt að hlíta. Þá er ríkissaksóknari forstöðumaður embættis ríkissaksóknara í skilningi laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.“ Með setningu laga um meðferð sakamála hafi sjálfstæði þeirra sem fara með ákæruvald áréttað, það er að ákærendur eigi ekki að taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds en æðri handhöfum þess valds. Hins vegar hafi forstöðumenn embætta, það er ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar, endanlegt ákvörðunarvald um þau mál, sem undir embætti þeirra heyra, og beri einir ábyrgð á þeim. „Til þess að taka af allan vafa í því efni er sérstaklega tekið fram í 1. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 22. gr. laga um meðferð sakamála að ríkissaksóknari og héraðssaksóknari beri ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti þeirra starfa.“ Ekki dómsmálaráðherra að breyta lögunum Loks spurði Guðrún hvort ráðherra hefði í hyggju að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögum um meðferð sakamála eða öðrum lögum til að skýra viðbrögð við sambærilegar aðstæður síðar. „Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins heyra undir fjármála- og efnahagsráðherra og því ekki á valdi dómsmálaráðherra að leggja fram slíkt frumvarp eins og spurningin ber með sér. Breytingar á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, sem heyrir undir dómsmálaráðherra, og varða embætti vararíkissaksóknara eru til skoðunar innan ráðuneytis,“ segir ráðherra. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Kjaramál Tekjur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fra í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þingmanns og formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðrún spurði Þorbjörgu Sigríði að því hver kostnaður verði við starfslok Helga Magnúsar og óskaði eftir sundurliðun eftir launum, föstum greiðslum, lífeyrissjóðsgjöldum og öðrum launatengdum gjöldum. Í svari sínu rekur Þorbjörg Sigríður mál Helga Magnúsar í nokkuð löngu máli en um það má lesa ógrynni frétta hér. Í stuttu máli lét Helgi Magnús af embætti vararíkissaksóknara eftir að ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá embætti, fyrri dómsmálaráðherra taldi ekki forsendur til þess, Þorbjörg Sigríður bauð honum flutning í embætti vararíkislögreglustjóra en hann hafnaði flutninginum. Þar sem Helgi Magnús var æviráðinn embættismaður nýtur hann fullra eftirlauna vararíkissaksóknara, enda er svo mælt fyrir um í stjórnarskrá. Helgi Magnús er 61 árs á árinu og nýtur því fullra launa án vinnuframlags í níu ár. Tæplega 1,7 á mánuði um ókomin ár Í svari Þorbjargar Sigríðar segir að um núverandi kjör vegna embættis vararíkissaksóknara sé fjallað í lögum um meðferð sakamála og þar sé tiltekið hver laun eru fyrir starfið auk greiðslna fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir á mánuði. Heildarmánaðarlaun vegna embættis vararíkissaksóknara séu samkvæmt gildandi lögum núna 2.048.804 krónur. Við starfslok sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá hefjist hins vegar taka eftirlauna og því sé ekki um það að ræða að kjör haldist óbreytt. Þau séu, samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, áætluð 1.672.829 krónur á mánuði miðað við núverandi forsendur. Þá greiðist til viðbótar mótframlag í lífeyrissjóð sem taki mið af núverandi kjörum, til að gera viðkomandi embættismann jafnsettan og við töku eftirlauna við 70 ára aldur. Miðað við núverandi laun mun ríkið greiða Helga Magnúsi rétt liðlega tuttugu milljónir króna á ári. „Ómögulegt er að spá fyrir um hversu lengi vararíkissaksóknari muni njóta eftirlaunanna og því ekki unnt að taka saman hver heildarkostnaður við starfslokin verða,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari ábyrgur Þá spurði Guðrún hvort ráðherra telji að unnt sé að bregðast við því á fullnægjandi hátt samkvæmt gildandi lögum þegar æðsti handhafi ákæruvalds lýsir undirmann sinn vanhæfan í öllum málum en enginn hefur vald til að leysa undirmanninn frá störfum án samþykkis hans. Ráðherra svarar að hún hafi talið sig bundna af þeim farvegi sem ákvörðun þáverandi dómsmálaráðherra setti málið í. Ljóst hafi þó verið að málið var í flókinni stöðu, einnig með hliðsjón af afstöðu ríkissaksóknara til almenns hæfis vararíkissaksóknara. Ekki hafi verið unnt að una við óbreytta stöðu enda ljóst að það hafi verið hlutverk ráðherra að tryggja að ákæruvaldið væri starfhæft. Í því ljósi hafi dómsmálaráðherra ákveðið að flytja vararíkissaksóknara í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, sem vararíkissaksóknari hafi hafnað, eins og hann hafði rétt til að gera samkvæmt stjórnarskrá. Með því hafi verið brugðist við erfiðri stöðu til að skapa ákæruvaldinu nauðsynlegan starfsfrið og traust. „Til viðbótar skal það sagt að ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og ber ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti hans starfa, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008. Ríkissaksóknari getur gefið ákærendum fyrirmæli sem þeim er skylt að hlíta. Þá er ríkissaksóknari forstöðumaður embættis ríkissaksóknara í skilningi laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.“ Með setningu laga um meðferð sakamála hafi sjálfstæði þeirra sem fara með ákæruvald áréttað, það er að ákærendur eigi ekki að taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds en æðri handhöfum þess valds. Hins vegar hafi forstöðumenn embætta, það er ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar, endanlegt ákvörðunarvald um þau mál, sem undir embætti þeirra heyra, og beri einir ábyrgð á þeim. „Til þess að taka af allan vafa í því efni er sérstaklega tekið fram í 1. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 22. gr. laga um meðferð sakamála að ríkissaksóknari og héraðssaksóknari beri ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem við embætti þeirra starfa.“ Ekki dómsmálaráðherra að breyta lögunum Loks spurði Guðrún hvort ráðherra hefði í hyggju að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögum um meðferð sakamála eða öðrum lögum til að skýra viðbrögð við sambærilegar aðstæður síðar. „Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins heyra undir fjármála- og efnahagsráðherra og því ekki á valdi dómsmálaráðherra að leggja fram slíkt frumvarp eins og spurningin ber með sér. Breytingar á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, sem heyrir undir dómsmálaráðherra, og varða embætti vararíkissaksóknara eru til skoðunar innan ráðuneytis,“ segir ráðherra.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Kjaramál Tekjur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira