Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar 1. september 2025 14:00 Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég ætla ekki nýta tíma minn nú í að horfa frekar um öxl og síta það sem var. NÚ horfum við fram á veginn bjartsýn og brosandi því loksins, loksins er okkur að takast að einfalda og stórefla gamalt úrelt og götótt kerfi sem sannarlega þjónaði ekki öllum þeim sem á þurftu að halda. Ég vil sérstaklega þakka þeim sem hófu þessa vegferð og sem með þrotlausri vinnu sinni eru að gefa okkur gjörbreytt og skiljanlegra almannatryggingakerfi sem stórbætir lífskjör þeirra öryrkja sem fastir hafa verið í rammgerðri fátæktargildu um árabil. Ríkissjóður mun árlega leggja til um 20 milljarða króna til að bæta kjör öryrkja um leið og mun opnast þeim nýr heimur tækifæra til að brjótast út úr vanvirkni og einmanaleika með öflugum stuðningi til atvinnuþáttöku við hæfi hvers og eins. Ég hef ekki farið varhluta að þvi að heyra áhyggjur sem öryrkjar hafa þegar kemur að atvinnuþáttökunni. Ég segi ekki hafa áhyggjur það mun enginn verða neyddur til neins, Nýja kerfið okkar byggir á getu og vilja hvers og eins. Um 95% allra öryrkja mun fá launahækkun í nýju kerfi en höfum þó í huga að þeir sem búa við bágustu kjörin fá eðli málsins samkvæmt fleiri krónur í hækkun en þeir sem hafa sterkari fjárhagsstöðu. Kerfið okkar verður gagnsærra og einfaldara. Greiðsluflokkum er fækkað og frítekjumörk hækkuð til að sporna gegn því að þeir sem þurfa á húsnæðisstuðningi að halda skerðist um leið og þeir fá fleiri krónur í umslagið. Ég skil vel áhyggjurnar af svo stórum breytingum. Sem öryrki þekki ég af eigin raun hversu óréttlátt og íþyngjandi gamla örorkukerfið gat verið. Sú reynsla hefur stutt mig í að gera nýja kerfið okkar enn betra og hjálpað okkur við að finna veikleikana og eyða þeim burt. Við skulum þó átta okkur á því að með slíkum risa kerfisbreytingum sem nú taka gildi þá megum við eiga von á, að einhverjar vörður verði í veginum sem við viljum alls ekki hafa þar. Þá er það okkar að benda á þær jafnóðum og við verðum þeirra vör og fjarlægja þær í kjölfarið. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 þegar forveri minn var í starfi og höfðum við í Flokki fólksins á þeim tíma miklar áhyggjur af þeim annmörkum sem þá voru okkur augljósir. Nú hef ég hins vegar sem ráðherra málaflokksins notið þeirra forréttinda, ásamt frábærum sérfræðingum Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og stofnana þess, að fá að bæta kerfið enn frekar og sparsla í götin sem ég hafði hvað mestar áhyggjur af. Takk fyrir óþrjótandi elju ykkar allra þar sem oft hefur viðveran verið löng og ströng. Ég ætla nú að útskýra nokkur atriði nýja kerfisins sem vonandi slá á áhyggjur margra öryrkja sem vita ekki hvað framtíð þeirra ber í skauti sér hvað það varðar. Þeir sem nú þegar eru í kerfinu með 75% örorkumat þurfa ekki að fara í nýtt samþætt sérfræðimat – það er alfarið valkvætt. Allir sem eru á örorkulífeyri færast sjálfkrafa yfir á nýjan örorkulífeyri og þurfa ekkert að aðhafast. Breytingin er sjálfvirk. Nýi örorkulífeyrinn er jafnframt varanlegur sem þýðir að fólk þarf ekki að fara reglulega í endurmat en það hefur reynst mörgum íþyngjandi. Fólk á örorkulífeyri getur hins vegar sjálft óskað eftir samþættu sérfræðimati ef það hefur áhuga á að kanna möguleikann á að fara á hlutaörorkulífeyri. Enginn er færður sjálfkrafa yfir á hlutaörorkulífeyri. Sérstaklega vil ég nefna að þeir sem bíða eftir að komast í endurhæfingu munu nú í nýju kerfi eiga rétt á sjúkra og endurhæfingargreiðslum ólíkt því sem áður var þar sem sá hópur féll á milli skips og bryggju. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af víxlverkunum, það er að segja hvort hækkanir frá almannatryggingum hverfi vegna samsvarandi skerðinga hjá lífeyrissjóðum. Lagt var fram stjórnarfrumvarp til að koma í veg fyrir þetta, en því miður fékk frumvarpið ekki fulla þinglega meðferð vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Ég hef þó rætt framhaldið við fjármálaráðherra og er fullviss um að samkomulag náist um að koma í veg fyrir þessa víxlverkun áður en langt um líður. Ef það gengur ekki eftir mun ríkisstjórnin tryggja með lögum að víxlverkunin bitni ekki á öryrkjum. Margir öryrkjar hafa haft áhyggjur af nýja almannatryggingakerfinu, þar á meðal ég sjálf. Hins vegar trúi ég því að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu og tryggja að þessar breytingar muni bæta lífsgæði sem flestra grípa fólk sem þarf á endurhæfingu að halda og bæta samfélagið okkar. Munum svo að standa vaktina saman og hjálpast að við að tryggja að nýja kerfið okkar virki fyrir okkur öll. Hjartans þakkir til ykkar allra og til hamingju með þennan fallega dag. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég ætla ekki nýta tíma minn nú í að horfa frekar um öxl og síta það sem var. NÚ horfum við fram á veginn bjartsýn og brosandi því loksins, loksins er okkur að takast að einfalda og stórefla gamalt úrelt og götótt kerfi sem sannarlega þjónaði ekki öllum þeim sem á þurftu að halda. Ég vil sérstaklega þakka þeim sem hófu þessa vegferð og sem með þrotlausri vinnu sinni eru að gefa okkur gjörbreytt og skiljanlegra almannatryggingakerfi sem stórbætir lífskjör þeirra öryrkja sem fastir hafa verið í rammgerðri fátæktargildu um árabil. Ríkissjóður mun árlega leggja til um 20 milljarða króna til að bæta kjör öryrkja um leið og mun opnast þeim nýr heimur tækifæra til að brjótast út úr vanvirkni og einmanaleika með öflugum stuðningi til atvinnuþáttöku við hæfi hvers og eins. Ég hef ekki farið varhluta að þvi að heyra áhyggjur sem öryrkjar hafa þegar kemur að atvinnuþáttökunni. Ég segi ekki hafa áhyggjur það mun enginn verða neyddur til neins, Nýja kerfið okkar byggir á getu og vilja hvers og eins. Um 95% allra öryrkja mun fá launahækkun í nýju kerfi en höfum þó í huga að þeir sem búa við bágustu kjörin fá eðli málsins samkvæmt fleiri krónur í hækkun en þeir sem hafa sterkari fjárhagsstöðu. Kerfið okkar verður gagnsærra og einfaldara. Greiðsluflokkum er fækkað og frítekjumörk hækkuð til að sporna gegn því að þeir sem þurfa á húsnæðisstuðningi að halda skerðist um leið og þeir fá fleiri krónur í umslagið. Ég skil vel áhyggjurnar af svo stórum breytingum. Sem öryrki þekki ég af eigin raun hversu óréttlátt og íþyngjandi gamla örorkukerfið gat verið. Sú reynsla hefur stutt mig í að gera nýja kerfið okkar enn betra og hjálpað okkur við að finna veikleikana og eyða þeim burt. Við skulum þó átta okkur á því að með slíkum risa kerfisbreytingum sem nú taka gildi þá megum við eiga von á, að einhverjar vörður verði í veginum sem við viljum alls ekki hafa þar. Þá er það okkar að benda á þær jafnóðum og við verðum þeirra vör og fjarlægja þær í kjölfarið. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 þegar forveri minn var í starfi og höfðum við í Flokki fólksins á þeim tíma miklar áhyggjur af þeim annmörkum sem þá voru okkur augljósir. Nú hef ég hins vegar sem ráðherra málaflokksins notið þeirra forréttinda, ásamt frábærum sérfræðingum Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og stofnana þess, að fá að bæta kerfið enn frekar og sparsla í götin sem ég hafði hvað mestar áhyggjur af. Takk fyrir óþrjótandi elju ykkar allra þar sem oft hefur viðveran verið löng og ströng. Ég ætla nú að útskýra nokkur atriði nýja kerfisins sem vonandi slá á áhyggjur margra öryrkja sem vita ekki hvað framtíð þeirra ber í skauti sér hvað það varðar. Þeir sem nú þegar eru í kerfinu með 75% örorkumat þurfa ekki að fara í nýtt samþætt sérfræðimat – það er alfarið valkvætt. Allir sem eru á örorkulífeyri færast sjálfkrafa yfir á nýjan örorkulífeyri og þurfa ekkert að aðhafast. Breytingin er sjálfvirk. Nýi örorkulífeyrinn er jafnframt varanlegur sem þýðir að fólk þarf ekki að fara reglulega í endurmat en það hefur reynst mörgum íþyngjandi. Fólk á örorkulífeyri getur hins vegar sjálft óskað eftir samþættu sérfræðimati ef það hefur áhuga á að kanna möguleikann á að fara á hlutaörorkulífeyri. Enginn er færður sjálfkrafa yfir á hlutaörorkulífeyri. Sérstaklega vil ég nefna að þeir sem bíða eftir að komast í endurhæfingu munu nú í nýju kerfi eiga rétt á sjúkra og endurhæfingargreiðslum ólíkt því sem áður var þar sem sá hópur féll á milli skips og bryggju. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af víxlverkunum, það er að segja hvort hækkanir frá almannatryggingum hverfi vegna samsvarandi skerðinga hjá lífeyrissjóðum. Lagt var fram stjórnarfrumvarp til að koma í veg fyrir þetta, en því miður fékk frumvarpið ekki fulla þinglega meðferð vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Ég hef þó rætt framhaldið við fjármálaráðherra og er fullviss um að samkomulag náist um að koma í veg fyrir þessa víxlverkun áður en langt um líður. Ef það gengur ekki eftir mun ríkisstjórnin tryggja með lögum að víxlverkunin bitni ekki á öryrkjum. Margir öryrkjar hafa haft áhyggjur af nýja almannatryggingakerfinu, þar á meðal ég sjálf. Hins vegar trúi ég því að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu og tryggja að þessar breytingar muni bæta lífsgæði sem flestra grípa fólk sem þarf á endurhæfingu að halda og bæta samfélagið okkar. Munum svo að standa vaktina saman og hjálpast að við að tryggja að nýja kerfið okkar virki fyrir okkur öll. Hjartans þakkir til ykkar allra og til hamingju með þennan fallega dag. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar