Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 1. september 2025 13:03 Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tekjur Kjaramál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun