Innlent

Ólafur eftir­lýstur í Búlgaríu

Agnar Már Másson skrifar
Ólafur er eftirlýstur sem týndur einstaklingur í alþjóðakerfi lögreglunnar.
Ólafur er eftirlýstur sem týndur einstaklingur í alþjóðakerfi lögreglunnar. Samsett/Getty/facebook

Lögreglan í Búlgaríu leitar að Ólafi Austmann Þorbjörnssyni sem sást síðast fyrir tæplega tveimur vikum. Aðstandendur hafa ekki heyrt frá honum síðan 18. ágúst og systir hans biðlar til fólks að hafa samband ef það veit meira.

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning 21. ágúst um Ísending sem var talinn týndur í Búlgaríu, að sögn Garðars Más Garðarssonar varðstjóra, sem staðfestir að Ólafur sé eftirlýstur í alþjóðakerfi lögreglu sem týndur einstaklingur.

Ingibjörg Austmann, systir Ólafs, vakti athygli á málinu á Facebook í dag, inni á hópnum Íslendingar í útlöndum, og óskaði eftir hjálp frá fólki sem þekkti til í höfuðborginni Sófíu í Búlgaríu. 

Ólafur sást síðast á bensínstöð í Búlgaríu.Facebook

Þar kemur fram að hvorki hafi sést né heyrst frá honum síðan seinnipart mánudagsins 18. ágúst. Síðast hafi hann sést á bensínstöð í Sófíu.

„Hann hefur verið veikur og verið að fá krampaköst,“ skrifar Ingibjörg.

Ólafur er 184 sentímetrar á hæð, með dökkt hár og grannvaxinn. Hann var að sögn Ingibjargar í gallabuxum og svartri skyrtu þegar hann hvarf. Systir hans bendir á að hann sé líklega skólaus, símalaus og án skilríkja. 

Hún bendir fólki á að hringja í síma 112 ef það hefur frekari upplýsingar um ferðir Ólafs.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×