Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2025 21:26 Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Einar Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira