Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Fjölmennt er jafnan í miðbænum á menningarnótt og ætlar lögregla að vera með mikinn viðbúnað í ár. Vísir/Daníel Þór Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“ Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“
Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira