Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:00 Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Gangverk hversdagsleikans hefst í vikunni fyrir margar fjölskyldur Í Reykjavík eftir sumarfrí. Háskólarnir byrja í dag, framhaldsskólarnir seinna í vikunni, grunnskólinn í lok hennar, skipulagt íþrótta og tómstundastarf víða farið af stað og starfsfólk mætt til vinnu. Vegagerðin birti frétt nýlega þar sem fjallað var um aukningu dagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlímánuði, sem var 2,1% eða um 3.800 ökutæki. Dagsumferðin hefur aukist mismikið það sem af er ári en mest í janúar en þá var aukningin 7,2% eða um 11.800 ökutæki. Þannig keyrðu tæplega 12 þúsund fleiri bílar um höfuðborgarsvæðið á dag í janúar í ár en á sama tíma í fyrra. Við viljum draga úr umferð, minnka ferðatímann og bæta loftgæðin. Þar koma fjölbreyttir ferðamátar sterkir inn eins og strætó og hjólreiðar. Stórbætt þjónusta strætó skapar raunhæft val Í gær tóku gildi umfangsmiklar bætingar á þjónustu Strætó með því að auka tíðni vissra leiða á annatíma, lengja þjónustutímann og þar með auka aðgengið að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Nú mun helmingi íbúa á höfuðborgarsvæðinu standa til boða ferðir með 10 mínútna tíðni á háannatíma í innan við 400 m fjarlægð frá heimili sínu í stað 18% áður. Það er stórt skref í átt að markmiðum Samgöngusáttmálans að um sjö af hverjum tíu verði í göngufjarlægð frá hágæða almenningssamgöngum þegar Borgarlínan verður að fullu innleidd. Ný forgangsakrein fyrir strætó um Kringlumýrarbraut mun líka bæta ferðatíma um 4-5 mínútur óháð annarri umferð. Þetta er ekki bara betri þjónusta heldur líka risa loftslagsmál og um leið bætt lífsgæði fyrir íbúa - bjóða upp á raunverulegan valmöguleika að skilja bílinn eftir heima - hoppa upp í strætó í vinnunna eða skólann. Það eru lífsgæði. Komdu út að hjóla Net hjólastíga hefur vaxið mikið síðustu 14 árin undir forystu Samfylkingarinnar og samstarfsflokka en heildarvegalengd þeirra er orðnir 45 kílómetrar. Með hjólastíganetinu hefur opnast nýr heimur fyrir þau sem elska að hjóla, bæði til heilsubótar en líka í formi samgönguhjólreiða, þá til og frá vinnu eða skóla. Svo er það rafhjólabyltingin en þessi tegund reiðhjóla hefur opnað á ný tækifæri til framtíðar til að auðvelda mun breiðari hópi fólks á fjölbreyttum aldri til að stunda samgönguhjólreiðar og samhliða létta á umferð. Svo sýna rannsóknir konur eru líklegri til að hjóla á rafhjólum en venjulegum reiðhjólum, rafhjólaeigendur hjóla bæði oftar og lengri vegalengdir í einu. Þannig að með tilkomu rafhjóla er komið raunverulegt val um að skilja fjölskyldubílinn heima, hjóla út í hversdaginn, jafnvel í kjól og háum hælum. Það er geggjað en best er samt að frelsið sem fylgir því að hjóla, skynja og hlusta á náttúruna í kringum sig, lyktina, litina og veðrið. Tæma hugann og vera í núinu. Það eru lífsgæði. Drögum úr umferðinni saman Það eru mörg sem vilja ferðast til vinnu eða skóla á öðrum fararskjótum en einkabíl - til þeirra vil ég segja að tækifærið er núna. Kynnið ykkur bætta þjónustu Strætó á annatíma, kannski er aukin tíðni við þitt næsta strætóskýli, veljið einn dag í vikunni til að taka strætó, kannski annan til að hjóla. Ef vel gengur er hægt að bæta öðrum strætódegi við eða hjóladegi. Léttum saman á umferðinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima, það er áhyggjulaust að ferðast um í strætó og frelsandi að hjóla inn í hversdaginn. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, minni umferð, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast og lífsgæðin aukast. Við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rafhjólaeigandi og elskar að skilja fjölskyldu bílinn eftir heima.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar