Pólitískur refur og samningamaður mætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 13:08 Myndin er frá árinu 2017 og tekin á ráðstefnu G-20 ríkja í Hamborg í Þýskalandi. Í kvöld mætast þeir Vladimír Pútín og Donald Trump á ný. vísir/ap Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“ Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“
Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent