Pólitískur refur og samningamaður mætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 13:08 Myndin er frá árinu 2017 og tekin á ráðstefnu G-20 ríkja í Hamborg í Þýskalandi. Í kvöld mætast þeir Vladimír Pútín og Donald Trump á ný. vísir/ap Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“ Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“
Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent