Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2025 10:35 Myndband sem sýnir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, (t.v.) í CCCP-bol í Anchorage í Alaska. Skjáskot Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum. Sendinefnd þungaviktarmanna innan rússneska stjórnkerfisins fylgir Vladímír Pútín á fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Anchorage í Alaska í dag, þar á meðal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra. Athygli vakti að þegar Lavrov mætti til Alaska var hann klæddur í hvítan bol sem á virtist standa „CCCP“, skammstöfun Sovétríkjanna á rússnesku. að því er kemur fram í frétt Politico. Skammstöfunin stóð fyrir Sambandsríki sósíalískra sovétlýðvelda en Úkraína var eitt þeirra lýðvelda þar til hún lýsti yfir sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991. Lavrov has arrived for the meeting in a shirt that says СССР (USSR). https://t.co/D5yrC2MFhD pic.twitter.com/h5HYuvTrob— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) August 15, 2025 Pútín hefur lýst upplausn Sovétríkjanna sem mestu pólitísku hörmungum 20. aldarinnar. Sérfræðingar telja að innrás hans í Úkraínu og innlimun á úkraínskum landsvæðum sé hluti af viðleitni rússneska forsetans til þess að endurvekja rússneska heimsveldið. Forsetinn starfaði áður fyrir sovésku leyniþjónustuna alræmdu, KGB. Trump hefur sagst telja fjórðungslíkur á því að fundur þeirra Pútíns fari út um þúfur. Lavrov vildi ekki velta vöngum um það þegar hann var spurður við komuna til Anchorage. „Við reynum aldrei að spá fyrir um niðurstöðu eða giska. Það sem við vitum hins vegar er að við höfum rök fram að færa sem geta stulðað að umræðum og að afstaða okkar er skýr. Í raun hefur mikill árangur náðst nú þegar,“ sagði hann. Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Tengdar fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. 15. ágúst 2025 06:44 Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. 14. ágúst 2025 12:15 Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. 13. ágúst 2025 15:33 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Sendinefnd þungaviktarmanna innan rússneska stjórnkerfisins fylgir Vladímír Pútín á fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Anchorage í Alaska í dag, þar á meðal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra. Athygli vakti að þegar Lavrov mætti til Alaska var hann klæddur í hvítan bol sem á virtist standa „CCCP“, skammstöfun Sovétríkjanna á rússnesku. að því er kemur fram í frétt Politico. Skammstöfunin stóð fyrir Sambandsríki sósíalískra sovétlýðvelda en Úkraína var eitt þeirra lýðvelda þar til hún lýsti yfir sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991. Lavrov has arrived for the meeting in a shirt that says СССР (USSR). https://t.co/D5yrC2MFhD pic.twitter.com/h5HYuvTrob— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) August 15, 2025 Pútín hefur lýst upplausn Sovétríkjanna sem mestu pólitísku hörmungum 20. aldarinnar. Sérfræðingar telja að innrás hans í Úkraínu og innlimun á úkraínskum landsvæðum sé hluti af viðleitni rússneska forsetans til þess að endurvekja rússneska heimsveldið. Forsetinn starfaði áður fyrir sovésku leyniþjónustuna alræmdu, KGB. Trump hefur sagst telja fjórðungslíkur á því að fundur þeirra Pútíns fari út um þúfur. Lavrov vildi ekki velta vöngum um það þegar hann var spurður við komuna til Anchorage. „Við reynum aldrei að spá fyrir um niðurstöðu eða giska. Það sem við vitum hins vegar er að við höfum rök fram að færa sem geta stulðað að umræðum og að afstaða okkar er skýr. Í raun hefur mikill árangur náðst nú þegar,“ sagði hann.
Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Tengdar fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. 15. ágúst 2025 06:44 Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. 14. ágúst 2025 12:15 Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. 13. ágúst 2025 15:33 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. 15. ágúst 2025 06:44
Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. 14. ágúst 2025 12:15
Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Forseti Frakklands segir það hafa verið gert kýrskýrt að aðeins Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafi umboð til að ræða möguleg skipti á landsvæði við Rússa á fundi með Bandaríkjaforseta. Selenskíj sagðist jákvæður að fundi loknum. 13. ágúst 2025 15:33