Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 20:49 Tundurspillirinn USS Higgins nærri Scarborough-rifi í Suður-Kínahafi. AP/Strandgæsla Filippseyja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025 Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Tundurspillinum USS Higgins og herskipinu USS Cincinnati var siglt að Scarborough rifi í dag en þeim var fylgt eftir af kínversku herskipi, en þó í um þrjátíu sjómílna fjarlægð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Kínverjar hafa sett einhliða takmarkanir á siglingar um svæðið og krefjast þess einnig að þeir sem sigla eða fljúga um svæðið tilkynni það. Bandaríkjamenn hafa um árabil siglt herskipum og flogið flugvélum um svæðið, í trássi við ólöglegt tilkall Kínverja og mótmæli þeirra, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsar siglingar. Sjá einnig: Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Þá hafa Bandaríkin og Filippseyjar verið bandalagsríki um árabil og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa oft varað við því að þeir myndu koma Filippseyingum til aðstoðar ef ráðist yrði á þá. Hvort sem það væri á landi eða á Suður-Kínahafi. Filippseyingar flugu í dag eftirlitsflugvél yfir Scarborough-rif, með blaðamenn um borð. Kínverskri herþotu var þá flogið í um 150 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvélinni og var ætlunin að þvinga flugvélina á brott. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Ráðamenn á Filippseyjum segja þetta hafa gengið á í um tuttugu mínútur. Chinese fighter jet intercepts Philippine Coast Guard aircraft near Bajo de Masinloc, days after Chinese vessels collided in the area.pic.twitter.com/Of8xOWiHo6— Clash Report (@clashreport) August 13, 2025
Suður-Kínahaf Bandaríkin Kína Filippseyjar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira