Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar 11. ágúst 2025 07:02 Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Réttindi barna Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar