Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar 11. ágúst 2025 07:02 Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Réttindi barna Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun