Innlent

Eldur kviknaði í hjúkrunar­heimili á Höfn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eldurinn kviknaði um hádegisbilið í dag.
Eldurinn kviknaði um hádegisbilið í dag. Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í nýbyggingu sem verið er að reisa við hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði um hádegisbilið í dag.

Slökkvilið Hornafjarðar fór á vettvang og réði niðurlögum eldsins en hann kviknaði út frá pappadúk sem verið var að bræða.

Borgþór Freysteinsson slökkviliðsstjóri segir eldinn hafa unnið þakinu smávægilegt tjón og að þakpappann þurfi að rífa upp og endurbyggja að hluta.

Ekkert tjón varð á fólki og unnið er nú að frágangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×