Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 09:17 Gervigreindin setti meðal annars gullkeðju utan um hálsinn á einum þjófnum. Vísir/Samsett Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndina með tilkynningu á Facebook í gær í von um að fá upplýsingar um mennina fjóra sem staðnir voru að því í öryggismyndavélaupptökum að stela milljóna króna virði af díselolíu á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Nafnlaus aðgangur bjó myndina til Upptakan var birt á vef Vísis 28. júlí síðastliðinn og svo virðist sem að nafnlaus aðgangur á samfélagsmiðlum hafi tekið skjáskot af mjög svo óskýrri upptökunni og síðan notast við gervigreindarforrit af einhverju tagi til að skálda í eyðurnar. Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá skýran samanburð á upptökunni upphaflegu annars vegar og myndinni sem búið er að eiga við með gervigreind hins vegar. Á upptökunni sést til að mynda ansi vel að einn mannanna var klæddur í gráa hettupeysu og að hann bar svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Til að merkja hefur gervigreindin sett óþekkt merki á húdd bílsins sem er alveg ógreinilegt í upptökunni. Ætla má að reikningurinn sé nafnlaus enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi.Vísir/Skjáskot Eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist myndin fyrst á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi þann 27. júlí síðastliðinn. Með færslunni fylgdi textinn: „Skírari mynd af þessum dísel þjófum!“ og reikningurinn sem birti hana heitir Lóa Stína. Ólíklegt er þó að Lóa Stína sé raunverulegt nafn þess sem rekur reikninginn enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur nær einungis birt færslur um múslímska innflytjendur og samtökin No Borders. Rannsókn í gangi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í forsvari fyrir málið. Þegar fréttastofa bar það undir hann gat hann ekki tjáð sig um hvaðan lögreglan hefði haft myndina en segir það í rannsókn. „Það er komið á fullt núna til að tryggja sannleiksgildi myndarinnar. Við erum að vinna í því, það verður að koma í ljós eftir því sem líður á daginn. Það er ekkert staðfest núna en við erum fagmenn,“ segir hann. Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Tengdar fréttir Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42 Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndina með tilkynningu á Facebook í gær í von um að fá upplýsingar um mennina fjóra sem staðnir voru að því í öryggismyndavélaupptökum að stela milljóna króna virði af díselolíu á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Sjá einnig: Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Nafnlaus aðgangur bjó myndina til Upptakan var birt á vef Vísis 28. júlí síðastliðinn og svo virðist sem að nafnlaus aðgangur á samfélagsmiðlum hafi tekið skjáskot af mjög svo óskýrri upptökunni og síðan notast við gervigreindarforrit af einhverju tagi til að skálda í eyðurnar. Í myndbandinu hér að neðan er hægt að sjá skýran samanburð á upptökunni upphaflegu annars vegar og myndinni sem búið er að eiga við með gervigreind hins vegar. Á upptökunni sést til að mynda ansi vel að einn mannanna var klæddur í gráa hettupeysu og að hann bar svarta húfu á höfði. Í myndinni sem lögreglan dreifði er hann hins vegar kominn í stuttermabol og með þykkt krullað hár. Þar að auki hefur gervigreindin hengt á hann gullkeðju af einhverri ástæðu. Ýmis önnur ummerki um gervigreindarvinnslu sjást á skjáskotinu. Til að merkja hefur gervigreindin sett óþekkt merki á húdd bílsins sem er alveg ógreinilegt í upptökunni. Ætla má að reikningurinn sé nafnlaus enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur aðeins tjáð sig um innflytjendur á Íslandi.Vísir/Skjáskot Eftir því sem fréttastofa kemst næst birtist myndin fyrst á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi þann 27. júlí síðastliðinn. Með færslunni fylgdi textinn: „Skírari mynd af þessum dísel þjófum!“ og reikningurinn sem birti hana heitir Lóa Stína. Ólíklegt er þó að Lóa Stína sé raunverulegt nafn þess sem rekur reikninginn enda var hann stofnaður í maí síðastliðnum og hefur nær einungis birt færslur um múslímska innflytjendur og samtökin No Borders. Rannsókn í gangi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í forsvari fyrir málið. Þegar fréttastofa bar það undir hann gat hann ekki tjáð sig um hvaðan lögreglan hefði haft myndina en segir það í rannsókn. „Það er komið á fullt núna til að tryggja sannleiksgildi myndarinnar. Við erum að vinna í því, það verður að koma í ljós eftir því sem líður á daginn. Það er ekkert staðfest núna en við erum fagmenn,“ segir hann.
Lögreglumál Reykjavík Gervigreind Tengdar fréttir Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42 Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Lögreglan leitar þessara manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. 30. júlí 2025 14:42
Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð. 30. júlí 2025 12:01
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. 29. júlí 2025 11:02