Innlent

Risaskjálfti í Kyrra­hafi og bensínbrúsabílar í Breið­holti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um skjálftann stóra sem reið yfir í Kyrrahafi undan ströndum Rússlands í gærkvöldi. 

Um tíma var óttast að flóðbylgjur myndu skella á stöðum á borð við Japan og Hawaii en afleiðingar skjálftans urðu minni en útlit var fyrir í fyrstu.

Einnig segjum við frá ákæru á hendur konu í Garðabæ sem talin er hafa orðið föður sínum að bana og gert tilraun til að bana móður sinni einnig. 

Þá verður rætt við sóknarprest í Breiðholti þar sem fólk er orðið langþreytt á bílum sem lagt er á bílastæði kirkjunnar og fylltir eru af bensínbrúsum. Fjórir bílar hafa verið fjarlægðir af stæðinu undanfarnar vikur.

Í sportinu er það leikur Breiðabliks við Lech Poznan sem framundan er í kvöld og fjallað um hasarleik á Hlíðarenda í gær.

Klippa: Hádegisfréttir 30. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×