Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 08:17 Clara Ganslandt er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir/Samsett Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira