Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 08:17 Clara Ganslandt er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir/Samsett Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent