„Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2025 00:12 Þórhildur er hjúkrunarfræðingur, flæðisstjóri og aðstandandi og hefur því fjölbreytta reynslu af heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingur og aðstandi 88 ára gamals manns, sem hefur beðið í rúma tvo mánuði á spítala eftir hjúkrunarrými, segir núverandi heilbrigðiskerfi ekki nógu gott fyrir eldra fólk. Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur, flæðisstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og aðstandandi aldraðs manns, skrifaði skoðanapistilinn „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ sem hún birti á Vísi á mánudag. Pistillinn fjallar um stöðu eldra fólks í íslensku heilbrigðiskerfi og það ástand sem ríkir þar sem pláss á hjúkrunarheimilum eru af svo skornum skammti að fjöldi fólks bíður mánuðum saman á legudeildum. Þórhildur kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær til að ræða pistilinn. Nær þriggja mánuða bið „Afi er 88 ára og amma einu ári eldri, búa á Selfossi og eru í góðri íbúð þar. Svo er hann kallinn farinn að gleyma og amma getur ekki lengur hugsað um hann heima ein, þrátt fyrir alla þjónustu sem er í boði. Þá er lítið annað í stöðunni en að sækja um á hjúkrunarrými og þá eru svolítið margir í röðinni þar,“ segir Þórhildur um reynslu sína sem aðstandandi. Fólk þurfi að bíða lengi lengi, oft inni á sjúkrahúsum, líkt og í tilfelli afa Þórhildar, sem hefur verið inniliggjandi á lyflækningadeildinni á Selfossi frá því í maí. „Þetta er bæði slæmt fyrir hann og alla sem eru í hans stöðu. Lyflækningadeild er ekki staður fyrir fólk sem er farið að gleyma eða aðra sem hafa lokið læknisfræðilegri meðferð og þurfa að komast í rólegt og þægilegt umhverfi,“ segir hún. Á slíkum deildum sé lítið við að vera, takmörkuð afþreying fyrir fólk og dagarnir fábreyttir og endurtekningasamir. Líkir framkomunni við Fóstbræðraskets Þórhildur rifjar upp Fóstbræðrasketsinn um afa í pistli sínum en í honum ákveða aðstandendur aldraðs manns að fara með hann upp í sveit og skjóta hann. Einn sér um aftökuna og annar um að setja líkið í ruslapoka. Þórhildur veltir fyrir sér hvort ruslapokinn hafi dýpri merkingu og hvort Íslendingar líti enn sem áður á aldað fólk sem rusl. „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig,“ segir Þórhildur um upplifun sína af því hvernig komið er fram við eldra fólk í íslensku heilbrigðiskerfi. Hún finni fyrir því þegar hún tali við aðstandendur eldra fólks og aðra sem hún þekkir. „Við getum gert betur þarna,“ segir hún. „Við erum með hvíldarinnlagnir og heimaþjónustu í formi heimahjúkrunar og félagsþjónustu. En svo verðum við líka að átt okkur á því að það er bara innlit, ekki viðvera,“ segir Þórhildur. „Það er ekki hjúkrunarfræðingur sem sest í stofuna hjá þér og bíður eftir að þú þurfir aðstoð, þetta er bara innlit og sums staðar er þessi þjónusta ekki í boði, eins og kvöld- og helgarþjónusta lengra úti á landi.“ Víða úti á landi séu langar vegalengdir milli sjúklingsins og þess sem veitir heimaþjónustuna. „Hvað verður um mig?“ Afleiðingarnar sem það hefur fyrir aðstandendur að hinn aldraði fái ekki viðeigandi þjónustu séu eilífðaráhyggjur. Allt sé gert til að byggja í kringum fólk sem er aleitt heima, með neyðarhnöppum og heimsendum mat, en það sé ýmislegt annað sem þurfi að huga að. „Líka þessar áhyggjur fólks: ,Hvað verður um mig?' Ég hef verið með fólk í fanginu sem finnst því vera byrði á kerfinu, að leggja alltof mikið á aðstandendur sína og langar að komast inn á hjúkrunarheimili þannig það þurfi ekki að vera upp á fólkið sitt komið,“ segir Þórhildur. Erfitt sé að horfa upp á slíkt. Stjórnvöld verði að vera heiðarleg Lausnin við því úrræðaleysi sem ríkir sé að byggja fleiri hjúkrunarrými að mati Þórhildar. Hins vegar verði stjórnvöld að vera heiðarleg í sinni nálgun. Þá verði líka að horfa í fleiri þætti á borð við mönnun. „Þegar við erum að tala um að við séum að fjölga rýmum verðum við að segja sannleikann. Það er verið að fara að byggja rými í Hveragerði en ég veit að það á að loka tveggja manna rýmum í leiðinni og það er verið að byggja yfir útihúsin sem voru þarna. Fjöldi rýma sem bætist við er ekkert svakalegur,“ segir hún. Hjúkrunarheimilið Móberg opnaði með sextíu rými árið 2022 en af þeim fékk Landspítalinn úthlutað fjörutíu rýmum með þriggja ára samningi. Um leið var samtals 37 hjúkrunarrýmum og tíu dvalarrýmum lokað á Blesastöðum og Kumbaravogi að sögn Þórhildar. „Það er talað um að það gangi illa að manna, vantar hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk en það þarf líka að gera starfsumhverfið gott. Það er fullt af hjúkrunarfræðingum sem eru ekki að vinna sem slíkir því þeim finnst starfsumhverfið ekki nægilega ásættanlegt,“ segir hún. Sjálfri finnst Þórhildi erfitt að vera beggja megin borðsins. „Mér finnst það erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er með nefið ofan í öllu en ég held samt að fólkið mitt og ættingjar séu þakklát að ég sé að sinna afa í vinnunni, hann er í góðum höndum meðan ég er þarna líka,“ segir hún aðspurð út í það hvernig sé að vera bæði aðstandandi og hjúkrunarfræðingur. Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur, flæðisstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og aðstandandi aldraðs manns, skrifaði skoðanapistilinn „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ sem hún birti á Vísi á mánudag. Pistillinn fjallar um stöðu eldra fólks í íslensku heilbrigðiskerfi og það ástand sem ríkir þar sem pláss á hjúkrunarheimilum eru af svo skornum skammti að fjöldi fólks bíður mánuðum saman á legudeildum. Þórhildur kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær til að ræða pistilinn. Nær þriggja mánuða bið „Afi er 88 ára og amma einu ári eldri, búa á Selfossi og eru í góðri íbúð þar. Svo er hann kallinn farinn að gleyma og amma getur ekki lengur hugsað um hann heima ein, þrátt fyrir alla þjónustu sem er í boði. Þá er lítið annað í stöðunni en að sækja um á hjúkrunarrými og þá eru svolítið margir í röðinni þar,“ segir Þórhildur um reynslu sína sem aðstandandi. Fólk þurfi að bíða lengi lengi, oft inni á sjúkrahúsum, líkt og í tilfelli afa Þórhildar, sem hefur verið inniliggjandi á lyflækningadeildinni á Selfossi frá því í maí. „Þetta er bæði slæmt fyrir hann og alla sem eru í hans stöðu. Lyflækningadeild er ekki staður fyrir fólk sem er farið að gleyma eða aðra sem hafa lokið læknisfræðilegri meðferð og þurfa að komast í rólegt og þægilegt umhverfi,“ segir hún. Á slíkum deildum sé lítið við að vera, takmörkuð afþreying fyrir fólk og dagarnir fábreyttir og endurtekningasamir. Líkir framkomunni við Fóstbræðraskets Þórhildur rifjar upp Fóstbræðrasketsinn um afa í pistli sínum en í honum ákveða aðstandendur aldraðs manns að fara með hann upp í sveit og skjóta hann. Einn sér um aftökuna og annar um að setja líkið í ruslapoka. Þórhildur veltir fyrir sér hvort ruslapokinn hafi dýpri merkingu og hvort Íslendingar líti enn sem áður á aldað fólk sem rusl. „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig,“ segir Þórhildur um upplifun sína af því hvernig komið er fram við eldra fólk í íslensku heilbrigðiskerfi. Hún finni fyrir því þegar hún tali við aðstandendur eldra fólks og aðra sem hún þekkir. „Við getum gert betur þarna,“ segir hún. „Við erum með hvíldarinnlagnir og heimaþjónustu í formi heimahjúkrunar og félagsþjónustu. En svo verðum við líka að átt okkur á því að það er bara innlit, ekki viðvera,“ segir Þórhildur. „Það er ekki hjúkrunarfræðingur sem sest í stofuna hjá þér og bíður eftir að þú þurfir aðstoð, þetta er bara innlit og sums staðar er þessi þjónusta ekki í boði, eins og kvöld- og helgarþjónusta lengra úti á landi.“ Víða úti á landi séu langar vegalengdir milli sjúklingsins og þess sem veitir heimaþjónustuna. „Hvað verður um mig?“ Afleiðingarnar sem það hefur fyrir aðstandendur að hinn aldraði fái ekki viðeigandi þjónustu séu eilífðaráhyggjur. Allt sé gert til að byggja í kringum fólk sem er aleitt heima, með neyðarhnöppum og heimsendum mat, en það sé ýmislegt annað sem þurfi að huga að. „Líka þessar áhyggjur fólks: ,Hvað verður um mig?' Ég hef verið með fólk í fanginu sem finnst því vera byrði á kerfinu, að leggja alltof mikið á aðstandendur sína og langar að komast inn á hjúkrunarheimili þannig það þurfi ekki að vera upp á fólkið sitt komið,“ segir Þórhildur. Erfitt sé að horfa upp á slíkt. Stjórnvöld verði að vera heiðarleg Lausnin við því úrræðaleysi sem ríkir sé að byggja fleiri hjúkrunarrými að mati Þórhildar. Hins vegar verði stjórnvöld að vera heiðarleg í sinni nálgun. Þá verði líka að horfa í fleiri þætti á borð við mönnun. „Þegar við erum að tala um að við séum að fjölga rýmum verðum við að segja sannleikann. Það er verið að fara að byggja rými í Hveragerði en ég veit að það á að loka tveggja manna rýmum í leiðinni og það er verið að byggja yfir útihúsin sem voru þarna. Fjöldi rýma sem bætist við er ekkert svakalegur,“ segir hún. Hjúkrunarheimilið Móberg opnaði með sextíu rými árið 2022 en af þeim fékk Landspítalinn úthlutað fjörutíu rýmum með þriggja ára samningi. Um leið var samtals 37 hjúkrunarrýmum og tíu dvalarrýmum lokað á Blesastöðum og Kumbaravogi að sögn Þórhildar. „Það er talað um að það gangi illa að manna, vantar hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk en það þarf líka að gera starfsumhverfið gott. Það er fullt af hjúkrunarfræðingum sem eru ekki að vinna sem slíkir því þeim finnst starfsumhverfið ekki nægilega ásættanlegt,“ segir hún. Sjálfri finnst Þórhildi erfitt að vera beggja megin borðsins. „Mér finnst það erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er með nefið ofan í öllu en ég held samt að fólkið mitt og ættingjar séu þakklát að ég sé að sinna afa í vinnunni, hann er í góðum höndum meðan ég er þarna líka,“ segir hún aðspurð út í það hvernig sé að vera bæði aðstandandi og hjúkrunarfræðingur.
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira