Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 14:07 Þjófnaðurinn náðist á myndband. Fraktlausnir Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“ Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna segist langþreyttur á athæfi hinna bíræfnu þjófa. Hann grunar sama hópinn um að vera að verki í þau skipti sem díselolíu hefur verið stolið úr bílum fyrirtækisins. DV greindi fyrst frá málinu. Það sem af er ári hafi díselolíu upp á rúma milljón króna verið stolið. Þá hafi fyrirtækið eytt tveimur milljónum króna í öryggisgæslu. „Við erum búin að setja upp myndavélar og verið með næturvörslu. Við höfum meira að segja verið sofandi niðri í vinnu og ætlað að ná þeim,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Það hafi ekki tekist enn. Fyrirtækið hafi fjárfest í myndavélabúnaði og gervigreindarbúnaði sem sendir út tilkynningar um leið og hann skynjar mannaferðir í kring um bílana. Um skeið hafi sú tækni fælt þjófana í burtu. „Og svo þegar við erum aðeins farnir að slaka á og lækka í tilkynningunum þá gerist þetta,“ segir Arnar Þór. Þrauka til flutninga Þjófnaðirnir síðustu mánuði hafa að sögn Arnars verið tilkynntir til lögreglu en hún takmarkað getað gert. Arnar Þór telur sig vita hvar eigandi Skoda-bílsins, sem sést á myndskeiðinu hér að neðan, á heima. „Það er vitað hvaða gaurar þetta eru en það þarf bara að ná þeim in the act,“ segir Arnar Þór. Bráðlega verður fyrirtækið flutt úr Reykjavík í Hafnarfjörð og Arnar Þór segir að þá verði bílarnir læstir inni í porti með lokuðu öryggishliði á nóttunni. Þangað til þurfi fyrirtækið að þrauka það ástand sem komið er upp. „Þetta er ótrúlega svekkjandi og óþolandi að fá ekki að hafa neitt í friði.“
Lögreglumál Bílar Reykjavík Olíuþjófnaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira