Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 10:48 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. „Það var svolítið spennufall. Við fengum símtal undir lok mánudags: „heyrðu við ákváðum bara að hleypa leyfinu í gegn, þetta er komið,“ segir Axel Þorsteinsson, annar eiganda Hygge í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Staðurinn var loks opnaður í gærmorgun og segir Axel að mikið hafi verið að gera allan daginn. Allt er búið til á staðnum, frá pestói og grænna djúsa til salats og bakkelsis. Axel hefur staðið í ströngu síðustu 245 dagana en að hans sögn hefur Reykjavíkurborg og heilbrigðiseftirlitið farið fram og aftur með breytingar sem þyrftu að framkvæma til að opna mætti staðinn. „Það þarf alltaf að reikna og gera ráð fyrir þessu. Ég skil að það er eitthvað sem borgin þarf að gera en að fara svona fram og til baka sýnir bara að borgin veit ekkert hvað þau eru að tala um,“ segir Axel. „Ég er búinn að opna fjölmarga staði um allan heim. Það er svo erfitt að segja, þú þarft alltaf að vera á varðbergi. Undirbúðu þig fyrir það versta, það er því miður eina ráðið sem ég hef. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara ganga inn í. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna eftir alla þessa fundi með borgarstjóra og fundi með Reykjavíkurborg og öllum að kerfið væri orðið betra. Það er ekkert orðið þannig.“ Þurftu ítrekað að senda inn sömu leyfin Eigendurnir keyptu staðinn í nóvember, sem stendur við Barónsstíg 6, en þar áður var veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska til húsa. Sótt var um rekstrarleyfi hjá borgaryfirvöldum og var stefnt á að opna staðinn í desember eða janúar. Hins vegar þurfti að reisa tvo gifsveggi inni í húsnæðinu og þá hafi heilbrigðiseftirlitið skorist í leikinn. Axel þurfti að senda aftur öll gögn sem þá þegar hafði verið búið að samþykkja. Þar á eftir kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á til að staðurinn stæðist hljóðmælingu. Rífa þurfti allt út til að setja hljóðdúk og framkvæma svo aðra hljóðmælingu. Þá tók ný reglugerð gildi í maí sem sagði að hvert starfsleyfi þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins. Ef einhverjar athugasemdir berast á þeim tíma hefur eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að lokum voru það sorpmálin. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ segir Axel. Óánægður með samskiptaleysi Axel segist óánægður með heilbrigðiseftirlitið sem hafi ekki veitt honum neina aðstoð eða ráðlagt á nokkurn hátt. „Það sem kom mér mest á óvart voru samskiptin frá kerfinu. Frá byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitinu. Samskiptin voru ekki til staðar. Geta þeir ekki í alvöru leiðbeint eða sagt þér hvað á að gera? Þeir vilja ekki skoða, vilja ekki ráðleggja,“ segir hann. „Ég held þau þori ekki að taka ábyrgð, það er bara þannig. Það er því þau hafa ekki nógu skýrar leiðbeiningar þaðan frá.“ Hann segir það myndi koma fólki á óvart hversu margir staðir séu opnir, sem ættu ekki að vera opnir. Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
„Það var svolítið spennufall. Við fengum símtal undir lok mánudags: „heyrðu við ákváðum bara að hleypa leyfinu í gegn, þetta er komið,“ segir Axel Þorsteinsson, annar eiganda Hygge í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Staðurinn var loks opnaður í gærmorgun og segir Axel að mikið hafi verið að gera allan daginn. Allt er búið til á staðnum, frá pestói og grænna djúsa til salats og bakkelsis. Axel hefur staðið í ströngu síðustu 245 dagana en að hans sögn hefur Reykjavíkurborg og heilbrigðiseftirlitið farið fram og aftur með breytingar sem þyrftu að framkvæma til að opna mætti staðinn. „Það þarf alltaf að reikna og gera ráð fyrir þessu. Ég skil að það er eitthvað sem borgin þarf að gera en að fara svona fram og til baka sýnir bara að borgin veit ekkert hvað þau eru að tala um,“ segir Axel. „Ég er búinn að opna fjölmarga staði um allan heim. Það er svo erfitt að segja, þú þarft alltaf að vera á varðbergi. Undirbúðu þig fyrir það versta, það er því miður eina ráðið sem ég hef. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara ganga inn í. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna eftir alla þessa fundi með borgarstjóra og fundi með Reykjavíkurborg og öllum að kerfið væri orðið betra. Það er ekkert orðið þannig.“ Þurftu ítrekað að senda inn sömu leyfin Eigendurnir keyptu staðinn í nóvember, sem stendur við Barónsstíg 6, en þar áður var veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska til húsa. Sótt var um rekstrarleyfi hjá borgaryfirvöldum og var stefnt á að opna staðinn í desember eða janúar. Hins vegar þurfti að reisa tvo gifsveggi inni í húsnæðinu og þá hafi heilbrigðiseftirlitið skorist í leikinn. Axel þurfti að senda aftur öll gögn sem þá þegar hafði verið búið að samþykkja. Þar á eftir kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á til að staðurinn stæðist hljóðmælingu. Rífa þurfti allt út til að setja hljóðdúk og framkvæma svo aðra hljóðmælingu. Þá tók ný reglugerð gildi í maí sem sagði að hvert starfsleyfi þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins. Ef einhverjar athugasemdir berast á þeim tíma hefur eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að lokum voru það sorpmálin. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ segir Axel. Óánægður með samskiptaleysi Axel segist óánægður með heilbrigðiseftirlitið sem hafi ekki veitt honum neina aðstoð eða ráðlagt á nokkurn hátt. „Það sem kom mér mest á óvart voru samskiptin frá kerfinu. Frá byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitinu. Samskiptin voru ekki til staðar. Geta þeir ekki í alvöru leiðbeint eða sagt þér hvað á að gera? Þeir vilja ekki skoða, vilja ekki ráðleggja,“ segir hann. „Ég held þau þori ekki að taka ábyrgð, það er bara þannig. Það er því þau hafa ekki nógu skýrar leiðbeiningar þaðan frá.“ Hann segir það myndi koma fólki á óvart hversu margir staðir séu opnir, sem ættu ekki að vera opnir.
Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira