Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 10:48 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. „Það var svolítið spennufall. Við fengum símtal undir lok mánudags: „heyrðu við ákváðum bara að hleypa leyfinu í gegn, þetta er komið,“ segir Axel Þorsteinsson, annar eiganda Hygge í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Staðurinn var loks opnaður í gærmorgun og segir Axel að mikið hafi verið að gera allan daginn. Allt er búið til á staðnum, frá pestói og grænna djúsa til salats og bakkelsis. Axel hefur staðið í ströngu síðustu 245 dagana en að hans sögn hefur Reykjavíkurborg og heilbrigðiseftirlitið farið fram og aftur með breytingar sem þyrftu að framkvæma til að opna mætti staðinn. „Það þarf alltaf að reikna og gera ráð fyrir þessu. Ég skil að það er eitthvað sem borgin þarf að gera en að fara svona fram og til baka sýnir bara að borgin veit ekkert hvað þau eru að tala um,“ segir Axel. „Ég er búinn að opna fjölmarga staði um allan heim. Það er svo erfitt að segja, þú þarft alltaf að vera á varðbergi. Undirbúðu þig fyrir það versta, það er því miður eina ráðið sem ég hef. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara ganga inn í. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna eftir alla þessa fundi með borgarstjóra og fundi með Reykjavíkurborg og öllum að kerfið væri orðið betra. Það er ekkert orðið þannig.“ Þurftu ítrekað að senda inn sömu leyfin Eigendurnir keyptu staðinn í nóvember, sem stendur við Barónsstíg 6, en þar áður var veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska til húsa. Sótt var um rekstrarleyfi hjá borgaryfirvöldum og var stefnt á að opna staðinn í desember eða janúar. Hins vegar þurfti að reisa tvo gifsveggi inni í húsnæðinu og þá hafi heilbrigðiseftirlitið skorist í leikinn. Axel þurfti að senda aftur öll gögn sem þá þegar hafði verið búið að samþykkja. Þar á eftir kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á til að staðurinn stæðist hljóðmælingu. Rífa þurfti allt út til að setja hljóðdúk og framkvæma svo aðra hljóðmælingu. Þá tók ný reglugerð gildi í maí sem sagði að hvert starfsleyfi þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins. Ef einhverjar athugasemdir berast á þeim tíma hefur eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að lokum voru það sorpmálin. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ segir Axel. Óánægður með samskiptaleysi Axel segist óánægður með heilbrigðiseftirlitið sem hafi ekki veitt honum neina aðstoð eða ráðlagt á nokkurn hátt. „Það sem kom mér mest á óvart voru samskiptin frá kerfinu. Frá byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitinu. Samskiptin voru ekki til staðar. Geta þeir ekki í alvöru leiðbeint eða sagt þér hvað á að gera? Þeir vilja ekki skoða, vilja ekki ráðleggja,“ segir hann. „Ég held þau þori ekki að taka ábyrgð, það er bara þannig. Það er því þau hafa ekki nógu skýrar leiðbeiningar þaðan frá.“ Hann segir það myndi koma fólki á óvart hversu margir staðir séu opnir, sem ættu ekki að vera opnir. Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Það var svolítið spennufall. Við fengum símtal undir lok mánudags: „heyrðu við ákváðum bara að hleypa leyfinu í gegn, þetta er komið,“ segir Axel Þorsteinsson, annar eiganda Hygge í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Staðurinn var loks opnaður í gærmorgun og segir Axel að mikið hafi verið að gera allan daginn. Allt er búið til á staðnum, frá pestói og grænna djúsa til salats og bakkelsis. Axel hefur staðið í ströngu síðustu 245 dagana en að hans sögn hefur Reykjavíkurborg og heilbrigðiseftirlitið farið fram og aftur með breytingar sem þyrftu að framkvæma til að opna mætti staðinn. „Það þarf alltaf að reikna og gera ráð fyrir þessu. Ég skil að það er eitthvað sem borgin þarf að gera en að fara svona fram og til baka sýnir bara að borgin veit ekkert hvað þau eru að tala um,“ segir Axel. „Ég er búinn að opna fjölmarga staði um allan heim. Það er svo erfitt að segja, þú þarft alltaf að vera á varðbergi. Undirbúðu þig fyrir það versta, það er því miður eina ráðið sem ég hef. Þú veist aldrei hvað þú ert að fara ganga inn í. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna eftir alla þessa fundi með borgarstjóra og fundi með Reykjavíkurborg og öllum að kerfið væri orðið betra. Það er ekkert orðið þannig.“ Þurftu ítrekað að senda inn sömu leyfin Eigendurnir keyptu staðinn í nóvember, sem stendur við Barónsstíg 6, en þar áður var veitingastaðurinn og fataverslunin Nebraska til húsa. Sótt var um rekstrarleyfi hjá borgaryfirvöldum og var stefnt á að opna staðinn í desember eða janúar. Hins vegar þurfti að reisa tvo gifsveggi inni í húsnæðinu og þá hafi heilbrigðiseftirlitið skorist í leikinn. Axel þurfti að senda aftur öll gögn sem þá þegar hafði verið búið að samþykkja. Þar á eftir kom í ljós að sex desíbel vantaði upp á til að staðurinn stæðist hljóðmælingu. Rífa þurfti allt út til að setja hljóðdúk og framkvæma svo aðra hljóðmælingu. Þá tók ný reglugerð gildi í maí sem sagði að hvert starfsleyfi þyrfti að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins. Ef einhverjar athugasemdir berast á þeim tíma hefur eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að lokum voru það sorpmálin. „Þetta tafðist aftur. Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ segir Axel. Óánægður með samskiptaleysi Axel segist óánægður með heilbrigðiseftirlitið sem hafi ekki veitt honum neina aðstoð eða ráðlagt á nokkurn hátt. „Það sem kom mér mest á óvart voru samskiptin frá kerfinu. Frá byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitinu. Samskiptin voru ekki til staðar. Geta þeir ekki í alvöru leiðbeint eða sagt þér hvað á að gera? Þeir vilja ekki skoða, vilja ekki ráðleggja,“ segir hann. „Ég held þau þori ekki að taka ábyrgð, það er bara þannig. Það er því þau hafa ekki nógu skýrar leiðbeiningar þaðan frá.“ Hann segir það myndi koma fólki á óvart hversu margir staðir séu opnir, sem ættu ekki að vera opnir.
Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira