Epstein mætti í brúðkaup Trumps Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:00 Þessi hér mynd er reyndar ekki ný og af allt öðrum viðburði. Þarna er Trump með núverandi eiginkonu sinni, Melaniu, ásamt Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell á samkomu í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila