Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 09:10 Frá blaðamannafundi árið 2019, þegar Epstein var lögsóttur. Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. Beiðnin var lögð fram í alríkishéraðsdómstólnum á Manhattan, þar sem Epstein var dreginn fyrir dóm vegna ákæru um mansal fyrir sex árum en hann fannst svo hangandi látinn í fangaklefa sínum um mánuði eftir handtökuna. Réttarmeinafræðingur New York-borgar úrskurðaði að um sjálfsvíg væri að ræða en margir hafa véfengt að sú niðurstaða sé rétt enda þótti Epstein hafa viðkvæmar upplýsingar um margt áhrifaríkt fólk, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlamógúlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post, og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar eftir að Wall Street Journal fjallaði um meint afmælisbréf sem Trump sendi þá góðvini sínum Epstein. Dómsmálaráðuneytið fer einnig fram á að leynd sé lyft af vitnisburði kviðdóms í máli Ghislaine Maxwell, samverkamanns Epsteins, sem var dæmd árið 2021 fyrir að aðstoða Epstein við að auðvelda mansalsáætlanir hans og dæmd í 20 ára fangelsi. Hún hefur áfrýjað dómnum. Pam Bondi dómsmálaráðherra leggur fram beiðnina ásamt aðstoðarmanni sínum, Todd Blanche. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20 Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. 15. júlí 2025 23:57 Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Beiðnin var lögð fram í alríkishéraðsdómstólnum á Manhattan, þar sem Epstein var dreginn fyrir dóm vegna ákæru um mansal fyrir sex árum en hann fannst svo hangandi látinn í fangaklefa sínum um mánuði eftir handtökuna. Réttarmeinafræðingur New York-borgar úrskurðaði að um sjálfsvíg væri að ræða en margir hafa véfengt að sú niðurstaða sé rétt enda þótti Epstein hafa viðkvæmar upplýsingar um margt áhrifaríkt fólk, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlamógúlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post, og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar eftir að Wall Street Journal fjallaði um meint afmælisbréf sem Trump sendi þá góðvini sínum Epstein. Dómsmálaráðuneytið fer einnig fram á að leynd sé lyft af vitnisburði kviðdóms í máli Ghislaine Maxwell, samverkamanns Epsteins, sem var dæmd árið 2021 fyrir að aðstoða Epstein við að auðvelda mansalsáætlanir hans og dæmd í 20 ára fangelsi. Hún hefur áfrýjað dómnum. Pam Bondi dómsmálaráðherra leggur fram beiðnina ásamt aðstoðarmanni sínum, Todd Blanche.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20 Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. 15. júlí 2025 23:57 Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44
Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20
Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. 15. júlí 2025 23:57
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27