Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 07:29 Trump gerði mikið úr samsæriskenningum í kosningabaráttunni en segir Epstein-málið nú storm í vatnsglasi. Chris Unger/Zuffa LLC Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa misst þolinmæðina gagnvart stuðningsmönnum sínum sem hafa kallað eftir því að yfirvöld birti öll gögn er varða mál auðmannsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Forsetinn sagði á þriðjudag að hann skildi ekki uppnámið og sagði að yfirvöld ættu að birta öll „trúverðug“ gögn í málinu en í gær fór hann mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social og sakaði „FYRRVERANDI“ stuðningsmenn sína um að falla fyrir samsæriskenningum „vinstri geðsjúklinga“. Trump er kominn í smá bobba en þrátt fyrir að hann vilji nú gera lítið úr Epstein-málinu og segi það storm í vatnsglasi, varði hann miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að ala á samsæriskenningum um skuggaelítu og barnaníðingahring í Washington og víðar. I am proudly cosponsoring and will sign the discharge petition.I will never protect pedophiles or the elites and their circles. https://t.co/bQmc6c7MMk— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) July 16, 2025 Stuðningsmenn hans sem aðhyllast samsæriskenningarnar, og telja meðal annars að Epstein hafi verið komið fyrir kattanef af áhrifaríkum einstaklingum sem óttuðust um eigin hag, hafa kallað eftir því að öll gögn verði gerð opinber en nú segja undirmenn Trump að þau séu í raun fá og ómerkileg. Þannig hefur komið upp úr krafsinu að svokallaður Epstein-listi, sem átti að innihalda nöfn valdamikilla einstaklinga, er mögulega ekki til, jafnvel þótt dómsmálaráðherrann Pam Bondi hafi sagst hafa hann undir höndum á sínum tíma. „Leyfum þessum aumingjum að halda áfram að vinna vinnuna fyrir Demókrata,“ sagði Trump um stuðningsmenn sína á Truth Social í gær; hann kærði sig ekki lengur um hylli þeirra. Þá kallaði hann eftir því að Alríkislögreglan rannsakaði „Epstein-gabbið“, sem hann sagði glæpsamlegt samsæri gegn sér.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira