Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 23:31 „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir