Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 23:31 „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira