Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 22:15 Sviðið er gjörónýtt eftir brunann. Skjáskot/X Aðalsvið raftónlistarhátíðarinnar Tomorrowland í Belgíu varð eldi að bráð í dag aðeins tveimur dögum áður en hátíðin átti að hefjast. Hundruð þúsunda manns munu sækja hátíðina heim í bæinn Boom næstu tvær vikur. „Vegna alvarlegs atviks og eldsvoða á aðalsviði Tomorrowland hefur ástkæra aðalsviðið okkar orðið fyrir miklum skemmdum,“ sögðu skipuleggjendur hátíðarinnar í yfirlýsingu í kvöld. Þar kom fram að engan hafi sakað í brunanum en orsök hans sé enn óljós. Danstónlistarhátíðin á að hefjast á föstudaginn í bæ sem ber hið viðeigandi nafn Boom og er búist við að 400 þúsund manns muni sækja hátíðina heim yfir næstu tvær helgar. Eldurinn kviknaði um klukkan 18.00 að staðartíma (16 að íslenskum tíma) og á myndböndum mátti sjá þykkan gráan reyk umlykja sviðið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að hann nái til nærliggjandi húsa og skóga. Íbúum hefur sumum verið gert að rýma heimili sín, að sögn BBC. Í annarri tilkynningu sem birt var á vefsíðu hátíðarinnar sögðu skipuleggjendur að hátíðarsvæðið myndi samt opna á fimmtudaginn eins og áætlað var og að áherslan væri „á að finna lausnir fyrir hátíðarhelgina“. Tomorrowland stage has caught on fire..No statement from festival yet but most likely happened due to pyrotechnics. Weekend 1 was supposed to begin this Friday but this definitely going to affect it. pic.twitter.com/1gW3BXhEQ1— Samarth (@iamstake) July 16, 2025 Belgía Tónlist Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
„Vegna alvarlegs atviks og eldsvoða á aðalsviði Tomorrowland hefur ástkæra aðalsviðið okkar orðið fyrir miklum skemmdum,“ sögðu skipuleggjendur hátíðarinnar í yfirlýsingu í kvöld. Þar kom fram að engan hafi sakað í brunanum en orsök hans sé enn óljós. Danstónlistarhátíðin á að hefjast á föstudaginn í bæ sem ber hið viðeigandi nafn Boom og er búist við að 400 þúsund manns muni sækja hátíðina heim yfir næstu tvær helgar. Eldurinn kviknaði um klukkan 18.00 að staðartíma (16 að íslenskum tíma) og á myndböndum mátti sjá þykkan gráan reyk umlykja sviðið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að hann nái til nærliggjandi húsa og skóga. Íbúum hefur sumum verið gert að rýma heimili sín, að sögn BBC. Í annarri tilkynningu sem birt var á vefsíðu hátíðarinnar sögðu skipuleggjendur að hátíðarsvæðið myndi samt opna á fimmtudaginn eins og áætlað var og að áherslan væri „á að finna lausnir fyrir hátíðarhelgina“. Tomorrowland stage has caught on fire..No statement from festival yet but most likely happened due to pyrotechnics. Weekend 1 was supposed to begin this Friday but this definitely going to affect it. pic.twitter.com/1gW3BXhEQ1— Samarth (@iamstake) July 16, 2025
Belgía Tónlist Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira