Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2025 15:20 Valery Gergiev er sagður náinn vinur Vladimír Pútín. EPA Júlía Navalní, ekkja Alexei Navalní pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, biðlar til ítalskra stjórnvalda að aflýsa tónleikum leiddum af rússneskum hljómsveitarstjórnanda sem er sagður nátengdur Pútín. Valery Gergiev er heimsfrægur hljómsveitarstjórnandi en hefur ekki komið fram á tónleikum í Evrópu utan Rússlands frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Gergiev hefur verið dyggur stuðningsmaður Pútín síðan á tíunda áratug síðustu aldar og í frétt Guardian segir að hann eigi í nánum tengslum við forsetann. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu í fyrra en hann var ötull baráttumaður gegn Rússlandsstjórn Pútín. Yfirvöld í Rússlandi sögðu hann hafa dáið úr veikindum en vestrænir þjóðarleiðtogar sögðu Pútín ábyrgan fyrir dauða Navalní. Gergiev á að koma fram á tónleikum á Un’Estate tónlistarhátíðinni í Kampaníu í suðurhluta Ítalíu síðar í mánuðinum. Navalní og aðrir baráttusinnar leggjast hart gegn því að hann komi fram, en tónleikahaldarar um alla Evrópu hafa í sameiningu sniðgengið tónlistarfólk sem styður kremlinstjórn Pútíns. Gergiev var afbókaður á fjölda tónleika í Evrópu eftir innrás Rússa þar sem hann neitaði að fordæma Pútín vegna innrásarinnar. Síðustu tónleikar hans á Ítalíu fóru fram 23. febrúar 2022, nokkrum klukkustundum eftir Navalní segir að tónleikar Gergiev á Ítalíu yrðu eins og „gjöf til einræðisherrans“. Þá segir hún Gergiev bæði náinn vin Pútín og málpípu glæpsamlegrar stefnu hans. „Hræðilega stríðið í Úkraínu heldur áfram, fólk deyr á hverjum degi og Úkraínskar borgir brenna,“ sagði Navalní í viðtali á dögunum. „Hvernig má það vera að sumarið 2025, þremur árum eftir upphaf stríðsins, sé Valery Gergiev, bandamaður Pútín sem er á sniðgöngulistum margra landa, boðið til Ítalíu til að koma fram á tónlistarhátíð?“ Ítalía Tónlist Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Valery Gergiev er heimsfrægur hljómsveitarstjórnandi en hefur ekki komið fram á tónleikum í Evrópu utan Rússlands frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Gergiev hefur verið dyggur stuðningsmaður Pútín síðan á tíunda áratug síðustu aldar og í frétt Guardian segir að hann eigi í nánum tengslum við forsetann. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu í fyrra en hann var ötull baráttumaður gegn Rússlandsstjórn Pútín. Yfirvöld í Rússlandi sögðu hann hafa dáið úr veikindum en vestrænir þjóðarleiðtogar sögðu Pútín ábyrgan fyrir dauða Navalní. Gergiev á að koma fram á tónleikum á Un’Estate tónlistarhátíðinni í Kampaníu í suðurhluta Ítalíu síðar í mánuðinum. Navalní og aðrir baráttusinnar leggjast hart gegn því að hann komi fram, en tónleikahaldarar um alla Evrópu hafa í sameiningu sniðgengið tónlistarfólk sem styður kremlinstjórn Pútíns. Gergiev var afbókaður á fjölda tónleika í Evrópu eftir innrás Rússa þar sem hann neitaði að fordæma Pútín vegna innrásarinnar. Síðustu tónleikar hans á Ítalíu fóru fram 23. febrúar 2022, nokkrum klukkustundum eftir Navalní segir að tónleikar Gergiev á Ítalíu yrðu eins og „gjöf til einræðisherrans“. Þá segir hún Gergiev bæði náinn vin Pútín og málpípu glæpsamlegrar stefnu hans. „Hræðilega stríðið í Úkraínu heldur áfram, fólk deyr á hverjum degi og Úkraínskar borgir brenna,“ sagði Navalní í viðtali á dögunum. „Hvernig má það vera að sumarið 2025, þremur árum eftir upphaf stríðsins, sé Valery Gergiev, bandamaður Pútín sem er á sniðgöngulistum margra landa, boðið til Ítalíu til að koma fram á tónlistarhátíð?“
Ítalía Tónlist Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira