Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 11:02 Ulf Kristersson á hlaupum með fjölskyldu sinni og öryggisvörðum. Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava. Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því. Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því.
Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira