Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 09:03 Elon Musk stofnaði Grok árið 2023. Vísir/EPA Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta. Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta.
Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira